Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Æskuminningar. 419 lögin að komast í meiri met á þessum árum. Aðallega voru það kvæði Jónasar Hallgrímssonar, sem þá voru mest dáð og sungin, einkum þessi: „Hvað er svo glatt“, „ísland farsælda frón“, „Þú stóðst á tindi Heklu hám“, „Fanna skautar faldi háum“ og „Nú er vetur úr bæ“. Þessi kvæði voru ætíð sungin með raust og af hrifningu, þegar um veizlufagnað var að ræða, væri nokkur völ góðra söngmanna. Þá voru kvæði Mattliíasar úr Skugga- sveini líka sungin, sem strax urðu landskunn og vinsæl. Þjóðhátíðarsumarið 1874 færðist hér nýtt líf í söng'- inn. Lög Sveinbjarnar og kvæði Matthíasar hrifu unga fólkið, sem óvant var þvílíku góðgæti og innantómt af lærdómi. Urðu kvæðin næstum því á hvers manns vöruni. í veislum, verbúðum, ferðamannatjöldum og leitarmanna- skálum, alstaðar ómuðu þessi fögru lög og kvæði frá hafi lil lieiða. Var það einn votturinn um þá andlegu hrifn- ingu, sem þessi mikla liátíð hafði i för með sér. A páskadaginn 1879 var ég í fyrsta sinni við messu á Kálfatjörn. Ég var þá sjómaður á Vatusleysuslrönd. Þar var þá mjög lagleg, máluð timburkirkja, sem var gjörólík Borgfirzku torfkirkjunum, sem ég hafði aðeins áður séð. Guðmundur í Landakoti var þá organleikari þar í kirkj- unni. Hann var glæsilegur í sjón, skartmaður, og að ýmsu leyti har hann þar af bændum. Fylgdi honum flokkur ungra manna, sem allir höfðu æft með lionum söng. Voru þeir mjög myndarlegir og margir þeirra raddmenn góðir. Slrax þegar messan bvrjaði, varð ég svo hrifinn, að því get ég ekki með orðúm lýst. Ég hafði aldrei áður lieyrt spil- að á orgel og aldrei heyrt margraddaðan og samstiltan söng. Alt varð fyrir mínum augum og eyrum jafn yndis- legt, orgelsspilið, söngur Guðmundar og flokksins, sem honum fylgdi, og þá ekki sizt hið hrífandi tón séra Stefáns Thorarensens, sem þá var prestur á Kálfatjörn. Hann var þá nokkuð við aldur, en bar þó engin elbmerki, flestum mönnum var hann fríðari og hetjulegri. Mesta eftirtekt vakti hann þó með sinni þýðu og ljúfu rödd. Nú fann 27*

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.