Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 18
412 Benjamín Kristjánsson: Kirkjuritið. Sumum finst það óviturlegt að trúa þannig. En það er eftir að vita, livort sá er ekki einmitt óvitrastur, sem ekkert hefir ímyndunaraflið og þessvegna engan hæfi- leikann til trúar. Og ef vér dæmum af árangri trúar- innar, þá má minna á orð hins ágæta sálarfræðings William James, sem enginn trúmaður þóttist vera sjálf- ur, en kemst þannig að orði um þá trú mannkynsins á guðdómlega liluti, sem ekki er unt að gefa neina skyn- samlega ástæðu fyrir: „Þessi trú er ef til vill eitt af því merkilegasta í fari mannsins. Hún hefir sýnt sig að bera einhverja þá göf- ugustu ávexti, sem mannkynssagan veit dæmi um. Hún hefir endurfætt mennina og innblásið þá hugrekki og styrk og siðferðilegum mætti til hverskonar menningar“. Þar sem menn hætta alveg að trúa á guðdómlega hluti, líður ekki á löngu áður en menn hætta einnig að trúa á mannlega hluti. Því að öll sú trú, sem vér getum haft á hinu mannlega, leiðir beinlínis af þeirri viðtæk- ari trú, sem vér höfum á lífinu i heild sinni. Hinir vitr- ustu spekingar Grikkja, sem mist höfðu trúna á Guð þjóðar sinnar, mistu einnig bráðlega trúna á mennina og' þýðingu sins eigin lífs, og voru þá hugsun sinni nógu samkvæmir til þess, að taka sig beinlínis af lífi, eftir að lífið var orðið einskis virði. Þetta er leið vantrúarinnar og hún er röksamleg og sjálfri sér samkvæm. Ef vér liætt- um að trúa á guðdómlega liluti, hlýtur gjörvöll tilveran að tapa við það öllu gildi sínu og ekkert er þess virði framar að sækjast eftir þvi eða lifa fyrir það. Afleiðingin verður ekki aðeins sú, að allar gleðilindir í sál vorri þorna upp, lieldur þverra og smámsaman allir hæfileikar vorir til þess að gera nokkurn hlut úr lífinu. ímyndunaraflið þverr, vonirnar hverfa, traust hugans dvínar, og um leið öll viðleitni vor til þess að gera lífið glæsilegt — þvi að vor andlegi þróttur hverfur um leið og eldur trúarinnar, sem kyndir undir allar livatir vorar, er sloknaður.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.