Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. Oxf ordhreyf ingin. 427 á þessu öllu. Það kom því liarla undarlega og ókunnuglega l'yrir, að hver ræðan af annari skyldi mestmegnis vera sólskinssögur af ræðumönnunum sjálfum, og enn furðulegra var það, hvernig þær voru sagðar. Buchman bað söfnuðinn að líta svo á sem hann væri heima hjá sjer og allir ein stór fjölskylda. Þetta var líkast notalegu baðstofurabbi, krydduðu gamansögum, sem þeim sjálfum þóttu auðsjáanlega skemtilegar, sem sögðu þær. En Dön- unum, er á hlýddu, fanst iítið til koma, enda þótt þeir kunni annars vel að talca léttu gamni. Þeim virtust sögurnar veigalitlar og boðskapurinn á bak við enn þá meira léttmeti. Ræður Norð- mannanna einna fengu dýpri hljómgrunn. Og liltölulega fáir urðu eftir, þegar aðalfundurinn átti að hefjast, frjálsar umræður yfir tedrykkjuborðum. Svona var þá Oxfordhreyfingin. Þeir, sem höfðu haft ímugust á henni, sáu nú, að þeir höfðu 'haft á réttu að standa, þetta var einber hégómi. Þeir, sem höfðu gjört sér mestar vonir, urðu fyrir sárum vonbrigðum og sumir hneyksluðust blátt áfram. Enn voru margir, sem vissu ekkert, hvað úr þessu myndi verða. Hvað var það, sem fyrir Buchman vakti? Það var ljóst, að hann ætlaði sér ekki að byrja á því að tala um kjarna málsins. En hafði þetta mót ekki mishepnast með öllu? Þekti Buchman sálarlíf Dana? Hafði hann ekki látið tal Norðmanna um „danska gamansemi" villa sér sýn? í Kristilegu dagblaði var spurst fyrir um það, hverju þessi gletni og gamansemi sætti. En þá var því svarað, að alt frá fyrstu hvítasunnuhátíð kristinna manna hefði því verið haldið fram, að þeir, sem hefðu fengið gjöf andans, væru ruglaðir. Einum af Kaupmannahafnarprestun- um varð að orði eftir fundinn: „Ef Oxfordhreyfingin hér í Dan- mörku lifir af þetta kvökl, þá hlýtur hún að búa yfir meiri lífs- þrótti heldur en útlit er fyrir“. En Oxfordhreyfingin var nú samt ekki svona. Opinberu fund- irnir voru aukaatriði. Þeir voru auglýsing, og ýmsar prentvillur höfðu siæðst inn í þá fyrstu. Þær voru leiðréttar margar í ]jeim, sem á eftir fóru. Oxfordhreyfingin var langtum meira en heimasamkomurnar og félagslífið, sem þeim fylgdi. Hún var fyrst og fremst fólgin í sálgæzlu. Auglýsingafundirnir héldu áfram í viku. Næsta kvöldið var gjörólíkt hinu fyrsta, og áhrif- in fóru mjög vaxandi eftir því sem lengra leið. Fundir voru haldnir kvölds og morgna og um miðjan dag, bæði fyrir allan almenning og einstakar stéttir, presta, kennara, verzlunarmenn, blaðamenn o. s. frv. Og sumir þessara manna fluttu þegar ræður við guðsþjónusturnar sunnudaginn á eftir. Vakti það furðu sumra, en hneykslaði aðra. Aðsóknin að Oxfordflokknum jókst

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.