Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. HÁTÍÐ LJÓSSINS. Ég undurveikan heyri hljóm. Af himni er sungið þýðum róm. Þar friðarstjarna fögur ljómar og fagrir kveða englahljómar. f mildu lagi er knýttur krans um kærleiksverkin skaparans. Þá nótt, er lengst við norðurskaut með norðurljós og vetrarbraut, um háhvolf loftsins leiftur færast, þá ljómar jólastjarnan skærast. Vér fögnum, ljósið frelsis skín. Vér fögnum næturmyrkrið dvín. Þú jólastjarna! Jesúbarn — á jörðu þíðir andans hjarn. Þitt brennur Ijós í barnsins hjarta, þú bugar grafarmyrkrið svarta. Með ljósi þínu leið er skýrð til lífs með þér í himindýrð. Þú allra barna leiðarljós, sem laugar, vermir, hverja rós. Æ, sendu líf með ljósi þínu og lífgaðu í hjarta mínu, það blómið, sem í Guði grær, þann gróður, sem ei visnað fær. Ó, röðull helgi, sólna sól, er signir okkar lága ból. Þú huggar, styrkir, hressir, glæðir, þú harma og sár á jörðu græðir. Alt vakið líf þér veiti hrós, þú vorsins barna dýrðarljós. Gísli B. Kristjánsson. 26

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.