Kirkjuritið - 01.12.1935, Side 7

Kirkjuritið - 01.12.1935, Side 7
Kirkjuritið. HÁTÍÐ LJÓSSINS. Ég undurveikan heyri hljóm. Af himni er sungið þýðum róm. Þar friðarstjarna fögur ljómar og fagrir kveða englahljómar. f mildu lagi er knýttur krans um kærleiksverkin skaparans. Þá nótt, er lengst við norðurskaut með norðurljós og vetrarbraut, um háhvolf loftsins leiftur færast, þá ljómar jólastjarnan skærast. Vér fögnum, ljósið frelsis skín. Vér fögnum næturmyrkrið dvín. Þú jólastjarna! Jesúbarn — á jörðu þíðir andans hjarn. Þitt brennur Ijós í barnsins hjarta, þú bugar grafarmyrkrið svarta. Með ljósi þínu leið er skýrð til lífs með þér í himindýrð. Þú allra barna leiðarljós, sem laugar, vermir, hverja rós. Æ, sendu líf með ljósi þínu og lífgaðu í hjarta mínu, það blómið, sem í Guði grær, þann gróður, sem ei visnað fær. Ó, röðull helgi, sólna sól, er signir okkar lága ból. Þú huggar, styrkir, hressir, glæðir, þú harma og sár á jörðu græðir. Alt vakið líf þér veiti hrós, þú vorsins barna dýrðarljós. Gísli B. Kristjánsson. 26

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.