Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 3

Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 3
Kirkjuritið. KRISTUR OQ KOMMÚNISMINN. Eftir Stanley Jones. NÝTT UPPHAF UM ALLA JÖRÐ. Þegar vér segjum, að breyting á einstaklingununi sé grundvallarskilyrði fyrir breyttu heimsskipulagi til batnaðar, þá finst mörgum það vonlaust og gagnslausí hjal. Þeir sjá, að „vort ferðalag gengur svo grátlega seint“ og niðurstöðurnar eru óvissar, veita í liæsta lagi einhverja fróun. Þessi aðferð hafi nú fengið 2000 ára reynslu, hún liafi að vísu orðið til mikils gagns óbein- línis, en frumöfl vonzkunnar vari þrátt fvrir allar hreyl- ingarnar á einstaklingunum. Þegar einstakir þrælaeig- endur hreyttust til batnaðar, þá mildaðist að vísu öll al'- staða þeirra til þræla sinna - en þrælalialdið ríkti áfram fyrir því. Og kristnir auðmenn hæta kjör verkamanna sinna, en misréttið helzt fyrir því. Sumir lifa í allsnægl- um, þótt þeir vinni ekki, en aðrir deyja þá úr hungri. Kommúnistarnir byrja því á félagsskipulaginu, hrjóta niður það gamla og byggja nýtt með valdi, í þeiiTÍ von, að það breyti einstaklingunum til batnaðar. Breytingin á að koma að utan og færast inn á við. Þeir halda, að það verði bæði fljótvirkara og öruggara. Hið fyrra virð- ist óyggjandi, en hið síðara er ósannað með öllu. Guðsríkið, sem Kristur boðaði, átti að koma með livor- umtveggja hættinum, bæði ytri og innra. Hann hoðaði það þjóðinni í heild sinni. Leiðtogarnir höfnuðu. Hann sneri sér að alþýðunni. Hann skoraði á þjóðina með tár í augum: „Jerúsalem, Jerúsalem; liversu oft liefi ég vilj- að saman safna börnum þínum, eins og hæna ungum sínum undir vængi sér“. Og hann gaf upprisinn þetta boðorð: „Farið og gerið allar þjóðirnar að lærisveinum“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.