Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 12

Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 12
186 Stanley Jones: Kirkjuritið. Iterjast fyrir þessari nýju aftureldingu, enda þótt þeir standi utan við félagsbönd kirkjustofnunarinnar. Vér teljum þá jafn sanna bræður vora eins og hina, sem eru innan þeirra vébanda. 4. Vér getum eflt samstarfsandann með þuí að'hlúa að samstarfi í ýmsum myndum. Sumstaðar er það sam- starf þegar bafið, og má ætla, að aukin tækni og notkun rafmagns knýi það fram meir og meir. Framleiðslu- orkan er nú t. d. 42 sinnum meiri i Bandaríkjunum, miðað við livern íbúa, lieldur en liún var fjTÍr einni öld, og í öllum álfum hefir hún vaxið stórkostlega. Verði henni beint að þvi að afla mannkyninu þess, er það þarfnast, úr skauti náttúrunnar, má geta nærri, að hvert mannsbarn jarðar ætti að bafa nægta nóg. Það er skilj- anlegt, að eyðimerkurfarar berjist um vatnsflösku, en hvað er furðulegra en að bátshöfn gjöri það á siglingu um stöðuvatn? Þannig er stéttabarátta vorra tima, stríð og flokkadrættir. Hún er jafn heimskuleg og andhælis- leg. Vér verðum að læra samstarf að framleiðslu jarðar- gæðanna og dreifingu þeirra. Kærleikurinn á að skifta þeim. Nýtt skipulag á að rísa, þar sem liann ræður. 5. Vér getum boðað það skipulag — lagt undirstöð- una að því í lnigum manna. Vér getum gjört það af ein- urð, þolgæði og eldmóði. Vér þurfum ekki að bera fram varnir fyrir því. Þörfin knýr á. Boðum nýja krossferð, því að nú „vill Guð það“. Meðan vér boðuðum það, að ein- stakir menn aðeins skyldu forða sér úr rústum hrynj- anda heims, vafðisl oss tunga um tönn. En þennan uppliaflega guðsríkishoðskap Krists getum vér flutt af öllum mætti og allri sálu hverju mannsbarni. 6. Vér verðum að boða guðsríkið í öruggu trausti þess, að það liljóti að koma. Vér trúum því, að alt gott og satt verði í verki með oss — „að stjörnurnar muni berjast með oss af brautum sínum“. Mannkynið færist nær þessu eina marki, þrátt fyrir villu sína úl á ótal refilstigu. Um það virðist guðsríkið bið innra með oss gefa oss

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.