Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 15

Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 15
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 189 saman í einni fylkingu, þegar veröldin á aö velja milli guðsríkis og Marxismans. 9. En um fram alt annað verðum vér hvert um sig að lifa í samfélagi við anda Krists — kraftinn, sem er að baki stefnuskrá hans. Þvi að við það öðlast lif vort gildi, tign, persónulegt frelsi og þrótt til að liða og' sigra. Kinverskur kommúnisti, sem var dæmdur til dauða fjnir skoðanir sínar, sagði við dómendurna, er hann skyldi leiddur út: „Ég dey nú fyrir málefni, en fyrir livað lifið þér?“ Vér verður að taka þeirri áskorun og svara: „Vér viljum lifa fyrir málefni guðsríkis og deyja, ef þörf krefur“. Og vér verðum að standa við það, kristnir menn, i einum flokki um allan heim. Slundin er komin til þess að reyna kristni vora. Krossinn sker úr um það, livort vér erum kristnir. Viljum vér taka hann upp og treysta sigurmætti liann, eða viljum vér það ekki? Þótt þeir verði færri, sem kjósa liann, megum vér ekki örvænta. Öruggur, marksækinn og samtaka minni hluti getur snúið viltu og ráðþrota mannkyni lil Krists. Má vera, að vér stöndum nú nær vali heimsins en vér vitum. Samgöngur eru orðnar svo hraðar, lireyfingar berast svo skjótt og hugsanir leggja svo fljótt undir sig lönd og álfur, að ósambærilegt er við andlega strauma fyrri alda. Mannkynið nálgast meir og meir þann á- fanga, að ákvörðunartími þess rennur upp. Ríki guðlausrar múgmensku og guðsriki standa fyrir dyrum. Nútímakynslóðin á að velja í milli.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.