Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 19

Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 19
Kirkjuritið. Trú og' siðgæði. 193 engin niðurlæging á trúarhugtakinu, síður en svo. Þessu mati hljótum við að lialda áfram upp eftir stiga fyrir- hrigðanna, alt upp til þess hæsta, vandasamasla og háleitasta, og á því, hvernig okkur tekst þetla mat, velt- ur að miklu leyti það, hve mikið verður úr okkur. En það er það einkeiinilega við þetla, að jafnvel þeg- ar til þeirra hluta kemur, sem yfirstíga venjulega skynj- un okkar, og eru því í raun og veru fyrir utan og ofan það, sem við getnm dæmt um með venjulegum hætti, þá heldur þó trúin, í þessari merkingu, áfram að starfa, hún heldur áfram að fella sína dóma, með og móli. Hún getur stjórnasl meira eða minna af innsýn eða einhverri ósjálfráðri eðlisleiðslu, en hún er enn í dóm- arasæti skynseminnar og fellir þaðan sina úrskurði, metur og' vegur. Trúna í þessari merkingu hafa trúfræðingar frá fornu fari kallað á latínu fides quæ creditur, það er trúin sem trúarinnihald, það, hverju er trúað. Og' því verður ekki móti mælt, að það er trúin í þessari merkingu, sem á liðnum öldum hefir mjög sundrað mönnum. Hún hef- ir verkað eins og Babelsundur, ruglað tungurnar, svo að menn hafa átt mjög erfitt með að skilja hver annan. Hjá þessu verður ekki komist, þar sem frelsi er og skynsemismat. Einn trúir því t. d., að páfinn í Róm sé óskeikull, þegar hann talar í embættisnafni til allrar kirkjunnar um trú og siði. Það er hans mat á þessu trú- arinnihaldi. En annar neitar þessu samkvæmt mati sinn- ar skynsemi. Þvi verður ekki neitað, að stundum hefir þessari hlið trúarinnar verið haldið að mönnum svo fast og óskyn- samlega, að til skaða liefir orðið og afbökunar og gegn því hefir svo skapasl afturkast í hina áttina. En því skulum við ekki gleyma, að hér er eitt meginatriði trú- arinnar. Og þó að Jesús Kristur legði ekki aðalá- herzlu á þetta atriði, þá er þó víst, að ákveðna megin- drætti trúarinnihaldsins hlaut liann að heimta. Það

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.