Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 20

Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 20
194 Magnús Jónsson: Kirkjuritið. væri líka óálitlegt, ef maðurinn ætti í trúarefnum að iiætta að vera skynsemisgædd vera. Þá vil ég nefna hina algengustu skilgreining trúar- innar, en það er að líta á trúna sem afstöðu, hjartaaf- stöðu mannsins til einlivers, og í æðsta skilningi til Guðs. Trúin er þá traust, undirgefni, kærleikur, friður, fögnuður. Þetta er það, sem trúfræðin kallar fides qua creditur, trúarþelið, án tillils til, eða að minsta kosti að miklu leyli óháð sjálfu trúarinnihaldinu. Trúin í þessari merkingu sameinar, dregur trúarflokk- ana hvern að öðrum. Hún talar alheimsmál tilfinning- anna, og þar skilur því hver annan, svo framarlega, sem þeir eiga sameiginlega kærleikann til (fuðs og traustið til hans. Engin kenning um óskeikulan páfa getur kom- ist þar í milli, svo að ég taki sama dæmið aftur. Það er nú eðlilegt, að það sé nær hjarta okkar að sameina heldur en að sundra. En þó verðum við að játa, að einnig megi heita þessu sameiningarafli trúar- þelsins svo einhliða, að af hljótist vafasamur gróði. Þar sem það er gert hefjasl trúarbragðasamsteypurnar og trúarruglingurinn, og hættan er á því, að alt gufi upp í einliverja óljósa þoku, sem engum fullnægir og alt afl vantar. En á þvi getur enginn vafi leikið, að á þessu sviði á trúin sín megin lieimkynni og mesta styrk, því að hér erum við komin inn á svið tilfinningalífsins. Trúin er í insta eðli sínu tilfinning, ofsaleg eða róleg eftir atvik- um og eftir skapferli livers manns. En að þessu leyti er trúin að mestu leyti ólýsanleg með orðum, því að til- finningum verður aldrei með orðum lýst sjálfum, eins og þær eru. Orðin ná aðeins til hugmyndalífsins, og til- finningalífinu verður því aðeins lýst með því að nota myndir úr hugmyndalífinu, meira og minna ófullkomn- ar. Kærleika er ómögulegt að lýsa né heldur hatri, og fyrir þeim, sem ekki á þessar tilfinningar sjálfur, verð- ur þetta þvi ævarandi lokað land. Þannig er það og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.