Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 28

Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 28
Kirkjuritið. KIRKJUSÓKN I SVEITUM. í janúarhefti Kirkjurilsins þ. á. er meðal annars grein eftir séra Óskar J. Þorláksson á Siglufirði, er hann nefnir: Kirkjusókn i sveitum. Eg er í öllum aðalatriðum sammála þvi, er séra Óskar heldur fram í þessari grein sinni. Hinar venjulegu messuskýrslur presta gefa enga rétta hugmynd um kirkjusókn né kirkjulegt ástand í landinu yfirleitt. Þær sýna aðeins fjölda messa og messufalla í landinu, og auglýsa að því leyti bæði skyldurækni og vanrækslu ])resta og safnaða, en lieklur ekki meira. Það vill nú svo til, að mér fyrir nokkuð mörgum árum Imgkvæmdist hið sama ráð og séra Óskari, að lelja kirkjugesti við hverja messugjörð. Ég hyrjaði þetta með nýári 1921. Það er ekki ólíklegt, að hefðu slíkar skýrslur, frá meginþorra sveitapresta í landinu, legið fyrir liinni há- virðulegu launamálanefnd, er nú síðast sat á rökstólum og lagði til, að oss sveitaprestum væri fækkað um helm- ing eða meira, að þessi nefnd hefði þá getað áttað sig betur á málinu, og liikað við að fara jafnlangt og hún gerði í tillögum sínum um prestafækkun. Enda þólt skýrslur og tölur séu æfinlega leiðinlegar, og allur fjöldi fólks liafi liálfgerða óbeit á að sökkva sér niður í slíkan lestur, ]iá verður því þó ekki neitað, að fræðandi eru þær, og fá menn oft til að líta öðrum augum á menn og málefni en áður. Það er æfinlega betra „að vita rétt en hyggja rangt“, en það kenna tölur betur en flest annað.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.