Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 34

Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 34
KiikjuriliÖ. NANNA. Sjúklingur svo árum skipti. Þitt líf var blaktandi ljós á skari, um langa tíma, svo árum nam. Ég veit um þöll, sem ei’ veldur bari. Þú varst að lokum í slíkum ham. En helgidómur þér hugnast mundi, sem hversdagsfólki er gáta og spurn. Og sæl í voninni ein þú undir við óminn klukkna frá hæsta turn. í drauma hliðskjálf er dægrafarið á dísavaldi. Hve fagur bær! Úr týru þær geta tekið skarið og tendrað glóð, sem er fölskva nær. Þær sinna kyrlátar sjúkrabeði; á sínum skjólstæðing hafa gát. Og falda — Nönnu þær færa úr veði, sem forlaganorn hefir teflt í mát. Er sunna háttar, þær sitja natnar og svæfla-nábúa miðla draum. Á meðan svo gengur, böl þeim batnar, sem berst í leiðslu frá hversdagsglaum. En dvöl er stopul í drauma vígi. Þeir detta niður á jörðu skjótt, sem fljúga upp á því fagra skýi, er faðmlags dýryndi býður nótt. Við glugga halda sig góðar dísir og geislum stafa á sjúklingsbeð. I eld, ef kulnar á arni, fýsir sú alúð göfga, sem þeim er léð. Er fönnin legst yfir fölva haga og fell að hvítvoðung sýnist gert: í rökkur-hljóði á rúðu draga það rósaskrúð, sem er mikilsvert.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.