Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 37
KirkjuritiS. Erlendar bækur. 211 hrekja með rökum verstu firrurnar í útvarpserindi P. G. og bað svo röggsamlega, að ekki stendur eftir steinn yfir steini. Hann beitir til þess þeirri aðferð, sem er áhrifamest, að iáta reynsl- una tala, nefna dæmi. Þegar P. G. segir t. d., að öll börn séu trúlaus, þá þarf liöf. ekki einu sinni að vitna i ummæli uppeldis- fræðinga og sálarfræðinga til þess að ósanna staðleysuna, heldur segir blátt áfram frá ungu barni með sterkri trúarþrá. Engu betri útreið fá sögutilvitnanir P. G. Það var skaði, að þetta ágæta erindi ,1. H. skyldi ekki flutt við útvarpsumræðurnar um trúmál 2. og 4. f. m. Það mundi hafa sómt sér þar hið bezta og borið af mörgu sem sagt var. Á. G. ERLENDAR BÆKUR. Nýtt tímarit. Christendom heitir það, er ársfjórðungsrit, í Lögréttubroti, 224 bls. að stærð, og hófst útkoma þess á umliðnu hausti. Utgáfuna annast Willet Clark & Co., 44o South Dearborn Street, Chicago, 111. U. S. A. En ritstjóri þess er Charles Clayton Morri- son, ritstjóri Christian Century. Ársverðið er $ 3,00. Hitið er málgagn þeirra, sem lita svo á, að kristin kirkja sé að vakna til vitundar um þá ábyrgð, sem kristnin beri á hverskonar nienningu. I 1. hefti ritsins eru 10 ritgerðir eftir merka menn, 170 hls., og frásögn og umsögn merkra nýjustu bóka, 54 bls. Ritgerðir þessa heftis eru flestar um ýms trúarleg viðfangsefni (2. heftið, nýkomið, ræðir og önnur menningarmál), svo sem: „Viðreisn kristninnar“, eftir William Temple, erkibiskup i York. „Ilefir menningin enn þörf fyrir trúarbrögð?" eftir W. E. Hock- ing, heimspekiprófessor við Harward. „Um frelsi kirkjunnar", eftir H. R Niebuhr, guðfræðiprófessor við Yale, „Hinir siðfræði- ■egu og fagurfræðilegu þættir trúarbragðanna", eftir W. L. Sperrv, guðfræðiprófessor við Harward, „Náttúrleg og opinberuð trúar- brögð“, eftir Paul Y. Tillicb, við Union guðfræðiskólann í New York, o. fl. Bækurnar eru um: Kirkjuna, fagnaðarerindið, gagnrýni, raun- b.vggju, Barthsstefnuna, dulspeki, guðstrú, menningarmál, kapítal- isma, hyltingu, uppeldismál, heimspeki o. fl.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.