Kirkjuritið - 01.05.1936, Qupperneq 41
Kirkjuritið.
ERLENDAR FRÉTTIR.
Frá Svíþjóð.
Sœnsku kirkjunni eykst nú djörfung og þróttur. Hún leggur
njeiri áherzlu en áður á hjálpræðisboðskap sinn, en ininni á ytra
form. Kristnir jafnaðarmenn sækja fast á, aS stefnuskrá flokks
þeirra verSi endurskoðuS og henni breytt þannig, að sjónarmiðs
kristindómsins gæti þar meira en áður.
Oxfordhreyfingin hefir ekki breiðst út nema að litlu leyti mið-
að við Noreg og Danmörku, hún hefir þó haft talsverð áhrif á
ýmsa presta og mentaða leikmenn. Norðan til í landinu hefir
veriS á ferðinni ofsafengin vakningastefna, sem ungur Finni,
Toivo Korpela að nafni, hefir gjörst brautryðjandi fyrir. En öld-
urnar eru aftur að lægja, og er það vel, þvi að stefnan er óheil-
brigð.
Kirkjan lætur yfirleitt vandamál þjóðfélagsins mjög til sin
taka. Hún berst einhuga gegn „löghelguðum barnamorðum", eins
og komist er að orði og talið að muni leiða til „sjálfsmorðs sænsku
þjóðarinnar“. Margir læknar hafa tekið í sama streng og lýst því
yfir, að löggjöf um fóstureyðingar verði ekki reist nema á siö-
gæðisgrundvelli. Baráttan gegn sorpritum hefir einnig verið hörð,
og standa ungir menn í fylkingarbrjósti. Um 1200 lesflokkar, 5—
000 bókaverðir, alls 150000 manns hafa bundist samtökum til að
varna því, að slík rit verði keypt.
Þá er merkilegt starf unnið að endurskoðun sálmabókarinnar,
bættum kirkjusöng og kirkjulöggjöf.
Tveir nýir biskupar hafa verið skipaðir í stað þeirra Danells
hiskups i Skara og Eiriks Aureliusar biskups í Linköbing, sem lézt
á liðnu ári. Ljunggren dómkirkjuprestur í Gautaborg verður eftir-
maður hins fyrnefnda, en Tor Andrae prófessor í Uppsölum hins
siðarnefnda.
Frá Þýzkalandi.
Játningakirkjunni þýzku hefir að vissu leyti veitt betur í viður-
eigninni við ríkisvaldið, enda liefir hún talið það köllun sína að
sanna, að andi Krists væri sterkari en andi Nazismans. Hún hefir
barist ósleitulega við heiðnina í þjóðlifinu, Þegar prestarnir ætl-