Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 4

Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 4
340 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjúrífið. sóllu það fulltrúar livaðanæfa, frá rúmum 100 kirkju- félögum úr 45 þjóðlöndum. Voru þeir nálega 1000 alls. Rómversk-kaþólska kirkjan ein átti þar engan fulltrúa. Aftur á móti komu ýmsir leiðtogar grísk-kaþólsku kirkj- unnar, meðal annars frá rússnesku kirkjunni. Japanskir og kínverskir fulllrúar sátu þar lilið við lilið. En þýzkum fulltrúum var varnað ]>ess að koma, þeir sátu í fanga- húðum eða var bannað að fara úr landinu. Aðalhlutvérk þingsins var hið sama sem kirkjuþings- ins í Stokkhólmi 1925, að vinna að einingu kirkjunnar í lífi og starfi. Að því stuðluðu nefndarstörf og samtals- fundir, en þó einkum guðræknisstundirnar og bænar- stundirnar í Maríukirkjunni. Þá fundu menn hezt, að í raun og' veru voru þeir allir eitt i þvi, sem mestu varðaði, samfélaginu við Jesú Ivrist. Skoðanamunur kom helzt fram í því, að sumir lögðu megináherzhi á mátt mann- anna sjálfra til þess að sigrast á hinu illa og nema lönd í heimi hins góða, og vildu, að kirkjan legði alt kapp á að útrýma ranglætinu í félagslífinu, fjármálunum og stjórn- málunum. Aðrir löldu þessa bjartsýna um of á eigiu mátt, heldur skyldi setja alt traust til orkulinda kristn- innar og leitast við að komast í samhand við þær, svo að straumurinn frá þeim mætti spretta upp í mannshjörtun- um. Með þeim hætti einum gæti kirkjan orðið öflug i lifi og starfi og sigursæl. Þingið samdi ávarp, er það sendi kristnum söfnuðum um víða veröld. í því segir svo m. a.: „Vér heilsum yður í nafni Krists. Vér konmm saman á þeim timum, er ótti og ráðþrot þjaka mannkyninu. Nálega óhærilegt höl þjáir mennina og vandamálin virðast óleysandi. Jafnvel í friðarlöndun- um eyðir atvinnuleysið og skorturinn þrótti þeirra, and- legum og líkamlegum. í öðrum löndum ríkir djöfulæði stríðsins og hótar ægilegu hruni .... Ivirkjan verður samkvæmt samfélagshugsjón sinni að áminna þjóðirnar um að lifa eins og ein fjölskylda og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.