Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 42
378 Erlendar fréttir. KirkjuritiS. son, Akureyri. Sigurður .íóliannesson, Reykjavík. Sigurður Sig- urðsson, Sauðárkróki. ERLENDAR FRÉTTIR. Látnir guðfræðingar. A þessu suniri hafa látist ýmsir mjög nafnkunnir guðfræð- ingar, og stendur eftir þá opið og ófylt skarð. Einna frægastur þessara manna var li. H. Streeter, háskóla- kennari í Oxford og forstöðumaður fyrir Queens College. Hann var mjög afkastamikill rithöfundur og vísindamaður, og eru sum rit hans frábær að snilli og hafa að vissu leyli rutt nýjar brautir. Hér á íslandi munu helzt kunn rit hans um guðspjöllin fjögur („Four Gospels“) og „Reality", sem lesin var um skeið við heimspekisdeild Háskölans. Síðustu ár æfi sinnar varð hann mjög hrifinn af Oxford-stefnunni nýju og gjörðist einn af helztu forvígismönnum hennar á Englandi, og ferðaðist einnig um önn- ur lönd til þess að efla fylgi hennar. Hann og kona hans fórust af flugslysi. Rudolf Otto háskólakennari i Marburg var einnig stórfrægur maður, hlaut hann heimsfrægð fyrir rit sitl um „hið heilaga" („Das Heilige“), sem komið hefir iit á þýzku 25 sinnum og ver- ið þýtt á 7 tungumál. Er mælt, að ekkert guðfræðirit hafi breiðst jafnmikið fit á Þýzkalandi síðan fyrirlestrar Harnacks: Kristin- dómurinn. Ég kyntist honum nokkuð 1929, á trúmálafundinum i Marburg, sem hann var mikill hvatamaður að. Vildi hann freista, hvorl nú mætti ekki að lokum sameina lútersku og kal- vínsku kirkjudeildirnar. Mælti hann fagurlega fyrir því í löngu erindi. Stúdentar í Marburg nefndu hann vegna bókar hans „liinn heilaga“ („Der Heilige"), og þótti mér nafnið eiga vel við uin hinn prúða mann með frán augu, leiftrandi af skærum æsku- eldi undir silfurhærum. En lieilsa hans var ])á þegar á þrotum. Sam. Stadener biskup í Vaxsjö og Emanuel Linderholm há- skólakennari i Uppsölum önduðust snemma í ágústmánuði. Stadener hafð'i áður verið liáskólakennari og kirkjumálaráðherra. Hann var einhver mesti prédikari á Norðurlöndum og kirkju- höfðingi, sem réð oft miklu um málalok á kirkjufundum. Linder- holm var hvorttveggja í senn skynsemistrúarmaður og heittrúar- maður. Hann stofnaði félag til eflingar frjálslyndum kristindómi í Svíaríki. Hér á landi munu margir kannast við rit hans: „Frá trúargreinunum til fagnaðarerindisins" (Frán dogmat till evan- geliet“).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.