Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 38
374 FerS um Strandaprófastsdæmi. Kirkjuritiö. ])resla yrðu bættj éinkum hinna yngri, sem fá nú aðeins 2000 kr. á ári i föst laun. Að loknum fundi fóru allir fundarmenn heim að Mosfelli, því að séra Guðmundur Einarsson átti sextugsafmæli um daginn. Voru honum og héimili hans fluttar árnaðaróskir og lengi setið i góðum fagnaði og við veitingar af mikilli rausn. FERÐ UM STRANDAPRÓFASTSDÆMI. Þegar afráðið var af undirbúningsnefnd kirkjufunda, að við séra Guðbrandur Björnsson prófastur skyldum ferðast um Strandaprófastsdæmi, leituðum við til prófastsins þar, séra Jóns Brandssonar á Kollafjarðarnesi, og veitti hann okkur hina mik- ilsverðustu aðstoð. Hann samdi ferðaáætlun okkar, auglýsti fundahöldin, og greiddi ferð okkar á allan liátt milli funda- og kirkjustaða. Fundirnir hófust að Stað í Hrútafirði miðvikudaginn 4. ágúst, en þar hö'fðum við séra Guðbrandur mælt okkur mót. Hélduni við svo þaðan, eins og leið liggur, vestur með Húnaflóa og héld- um fundi að Prestsbakka, Óspakseyri, Kollafjarðarnesi, Stað í Steingrímsfirði, Hólmavík og Kaldrananesi. Fluttum við til skift- is á hverjum fundarstað stólræðu og erindi um kirkjuleg mál og safnaðarstarfsemi. Voru hlutaðeigandi sóknarprestar hvarvetna mættir á kirkj- um sínum, störfuðu þeir með okkur við guðsþjónusturnar og fundahöhlin, veittu okkur hinar prýðilegustu móttökur og greiddu ferð okkar eftir föngum. Eigum við þeim fyrst og fremst það að þakka, hve ferð okkar var ánægjuleg og auðveld um hið víðáttumikla hérað. Við áttum að loknum fundahöldum samtal við sóknarnefndir og aðra áhugamenn innan safnaðanna um safnaðarmál og safn- aðarstörf, og reyndum að vekja athygli og áhuga á þeim málum og verkefnum, sem okkur virtist, á liverjum stað, sérstök þörf að hrinda í framkvæmd. Voru undirtektir alment góðar við þeim málaleitunum, og virtist okkur hvarvetna ríkja virðing og hlýleiki tii kirkjunnar og málefna hennar. Yfirleitt mun mega telja, að fundarsókn væri eftir ástæðum góð á kirkjustöðunum og ágæt á Hólmavík, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að heyannir stóðu sem hæsl um þessar niundir og uppgripa afl* var við Steingrimsfjörð og viðar í Strandasýslu, en það dró eðli- lega nokkuð úr fundasókn á virkum dögum. Mintust margir á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.