Kirkjuritið - 01.11.1937, Síða 30

Kirkjuritið - 01.11.1937, Síða 30
366 Benjamín Kristjánsson: KirkjuritiíS. lausa neitun á nauðsynlegustu þörfum lífsins gagnvart vesalingunum — þetta járnvarða vígi hinna voldugu utanum hin harðsóttu og dýrmætu gæði lífsins. Aleinn stendur Guðmundur í mildi sinni gagnvart aumingjunum og með blæðandi sorg í hjartanu, trúandi á miskunn guðs — andspænis hrottaskap og siðleysi Sturlungaaldarinnar, sjálfur lirakinn og hrjáður vegna hrjóstgæða sinna. Oft hefir honum verið lýst af litlum skilningi sem ein- sýnum, þverúðarfullum og hálfbrjáluðum ræflabiskupi, óhappamanni, sem betur liefði farið, að aldrei hefði biskupsdóm þegið. En miklar mættu hans ávirðingar vera, ef vér gætum samt ekki elskað hann, ef vér sæjum ekki, að hrakningar hans og píslarvætti var fyrsl og fremst að kenna því, að hann var sannkristinn maður á heiðinni öld. Hafi biskupstign hans lialdist í lítilli virð- ing, og gengið eftir því, er hann spáði á Víðimýri forðum, er Kolbeinn Tumason breiddi fyrir hann hinn slitna dúk, þá stafaði það af þvi, hversu andi og hugsjónir kristin- dómsins var litils metið á þessari öld. Hinn lirakningssami biskupsdómur Guðmundar er að- eins tákn guðskristninnar í landinu. Að Guðmundur lifði ekki í blóma og góðri virðingu á þeirri öld, sýnir aðeins það, að hann tók aldrei sættum við ranglætið og misk- unnarleysið, hann sló aldrei af því, er hann liugði guðs- lög, til að kaupa sér frið. Og hafi hann orðið ofsafenginn stundum, þegar hinum hungruðu var neitað um mat, eða vesalingunum hans var misþyrmt eða þeir drepnir fyrir augum lians, þá var það að minsta kosti mannlegt, og eins hitt, þó að liann læsi þá á kröftugri norrænu bannfæringu yfir þá, er hann leit á sem þverbrotna og iðrunarlausa stórglæpa- menn. Gætum að því, að það var einkum í þeim málum, er hann hugði varða framgang guðskristninnar í landinu, sem hann var örðugur og óbifandi. Persónulega var

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.