Kirkjuritið - 01.11.1937, Side 11

Kirkjuritið - 01.11.1937, Side 11
KirkjuritiS. Guðmundur biskup góði Arason. 347 sýndist blakta á skari, en þess á milli blossaði það upp með svo miklum hita og krafti, að það dró að sér hugi almennings. Þvi að undir allri geðæsing og jafnvægisleysi aldar- innar logaði friðleysi sálnanna eins og falinn eldur. í hinni ytri valdastreitu geysuðu viðnámslaust harðvítug og miskunnarlaus öfl haturs og ágirndar eins og vanl er að vera, og færðu mönnunum hverfula gleði og stop- ula fullnægju. Þá framgengur Guðmundur biskup hinn góði hertýgjaður andanum og boðar hinn kristna veg bróðurkærleikans og mildinnar, sem svo fáum hefir tekist að festa trúnað á að fornu og nýju. En af því að maðurinn var sterkur, varð baráttan milli hans og hinna veraldlegu höfðingja bæði liörð og löng, þessi barátta milli holdsins og andans, hatursins og kærleikans, sem háð befir verið í gjörvallri kristninni frá upphafi vega. II. Efniviður þeirra ættslofna, er að Guðmundi stóðu, var hinn ákjósanlegasti, og átti hann ekki langt að telja til ágætra manna. Að vísu voru sumir föðurfrændur lians, eins og t. d. þeir feðgar Þorvarður á Ljósavatni og Ogmundur sneis, vígamenn nokkurir og ódælir um sumt, en mikill drengskapur var þó til í þeim, og yfirleitt má lelja að i ættbálkum þeim, er að Guðmundi standa, gæti sjaldgæfra og yfirgnæfandi mannkosta. Menn ætla, að Þorgeir Hallason í Hvassafelli, afi bans, hafi verið kominn í beinan legg af Halla hinum hvíta Þorbjarnar- syni á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, en bann var á dög- um Víga-Glúms mannasættir í héraðinu, sagður vitur og réttdæmur og voru synir hans sumir skáld en aðrir víga- menn. Þorgeir var sagður auðugur að fé, spakur að viti, lieilráður og vinsæll og höfðingi sinnar ættar. í móð- urkyn má ugglaust telja, að Þorgeir Hallason hafi verið kominn af ætt Þorgeirs Ljósvetningagoða, að m. k. fóru þeir feðgar með Ljósvetninga goðorð, sátu á flestum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.