Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 9
Kirkjurilið. Eining kirkjunnar. 345 Straumarnir i heimslífinu umhverfis oss ná einnig hing'- að. Vér erum smámynd af því, sem þar er að gjörast. Að sönnu eru hér hvorki morðbrennur né blóðsúlhell- ingar, en þó er mikill ófriður í landi. Öndverðir stjórn- málaflokkar herjast af lieift, stétt gegn stétt, maður á móti manni. Fjárhagsörðugleikar og viðskifta sverfa fast að, atvinnuleysi og örbirgð, en ýmsir ganga af trúnni. Hér er því brýn þörf eins og annarsstaðar i heiminum sterkrar kirkju, þar sem eining ríkir. En sundrungar- kirkju verður líll ágengl að eyða annarsstaðar þeim ófriðaröflum, er ráða i henni sjálfri. Eining kirkjunnar, öflug og að heilum iiuga, mun máttugust alls til einingar þjóðinni og lil þess að auka lienni þann trúarþroska og siðgæðis, sem veiti lienni þrótt til að sigrast á erfiðleik- unum og standast lífsraun sína. Það er ekki nóg, að ahur þoi’ri jiresta er nú farinn að sjá þetta, það verður einnig að vera jafn ljóst leikmönnunum, starfandi þjónum kirkj- unnar við lilið prestanna. Nú þegar á kirkjan þá í öll- um stéttum og flokkum. Þeir þurfa að koma sífell fleiri ög fleiri til samslarfs í kirkjunni, og hlutverk almennra kirkjufunda vorra að vera það fvrst og fremst að sam- eina þá. Frá slíkri kirkju niun stafa hreinsandi og frjóvgandi kraftur um alt þjóðlifið. Vér megum ekki búast við þvi, að trúarskoðanir vorar né lífsskoðanir verði eins — til þess er auðlegð lífsins og fjölbreytni of mikil - en vér skulurn gjöra það að játningu vorri og markmiði, sem Edinborgarþingið lýsli yfir: „Vér erura eitt í trúnni á drottin vorn Jesú Krist. Vér erum eitl í trúmensku við hann. Vér erum eitl i skilningi á þvi, að þessi trúmenska við hann sé æðri en allar aðr- ar skyldur vorar“. Þá mun vel farnast bæði einstaklingum og þjóðinni allri. A. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.