Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Guðmundur biskup góði Arason. 363 unnar, örlæli og hjálpfýsi gagnvart smælingjunum, og það eru ekki sízt dygðir hans, sem verða honum að falli. Guðmundur er of heilagur maður til þess, að hægl væri að komast hjá því, að hann yrði krossfestur á þeirri öld. Það er bersýnilegt, að Guðmundur biskup breytir fyrst og fremst sem hlýðinn sonur kirkjunnar og algerlega í anda Innocentiusar III., sem nýlega hafði skrifað bréf upp hingað, er hann tekur að berjast fyáir auknu valdi kirkjunnar. Hafði og Eiríkur erkihiskup ekki sparað að hrýna fyrir Guðmundi nauðsyn þess, að kirkjan hér á landi losaði sig undan yfirráðum veraldlega valdsins, því að oft töluðu þeir saman um það, liversu kristinn réttnr héldist á íslandi og sýndist þeim einn veg báðum, að of mikinn yfirgang þyldi heilög kirkja og Guðs kennimenn af veraldlegnm höfðingjum. Var þetta i sam- ræmi við hugsunarhátt allra beztu manna kristninnar í álfunni um þessar mundir, og reyndar sizt að undra, þótt Guðmundur liti svo á, eins og stóð hér á landi, að heillavænlegast væri, að kristin kirkja öðlaðist meira vald og íhlutun um alment siðgæði manna og framferði, en hún liefði haft um sinn. Að þessi stefna Guðmundar verður til þess, að því er virðist, að flýta fyrir því, að valdið flyzt út úr landinu, verður Guðmundur heldur ekki stórt sakaður um. Engin líkindi eru til, að hið ís- lenzka þjóðveldi liefði getað staðist lengi, enda þótt kirkjan hefði aldrei látið á sér hæra, svo mikil var sundrungin og fjandskapurinn innhyrðis milli liinna veraldlegu höfðingja á Sturlungaöldinni. Hitt verður þá einnig að viðurkenna, að samkvæmt landslögum stóð Ivolbeinn og fleiri, er við Guðmund deildu, í fullum rétti, og þótti þeim því sem Guðmundur færi með lög- leysur einar. Einkum fór biskup og menn hans all geyst eftir Víðinesbardaga, er þeir lögðu fégjöld á menn. Enda virðist svo sem Guðmundur hafi stundum orðið að við- urkenna það fyrir erkibiskupi, og við sjálft legið, að hon-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.