Kirkjuritið - 01.11.1937, Síða 39

Kirkjuritið - 01.11.1937, Síða 39
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 375 það, að fundahöld þessi þyrftu í framtiðinni að fara fram á öðrum tímum, svo að almenningur ætti auðveldara með að sækja þau en raun varð á að þessu sinni. Spurðu menn okkur einnig að því, hvort þeir mættu ekki vonast eftir að fá svipaða heimsókn aftur, áður langt liði, en af skiljanlegum ástæðum var okkur ógreitt um svörin við þeim fyrirspurnum. Á Hólmavík er vaknaður áhugi fyrir því, að reist verði kirkja þar í kauptúninu, enda eiga nú heima i ])ví um 300 manns. Má vænta þess, að kvenfélaginu þar muni takast í samstarfi við prest og sóknarnefnd að hrinda þessu fagra nauðsynjamáli i framkvæmd. Eru íslensku kvenfélögin einhver þörfustu félög þjóðarinnar og reynast giftudrjúg og sigursæl í þvi, sem þau takast á hendur. Þessi ferð var fyrir margra hluta sakir okkur báðum hin á- nægjuiegasta, enda mættum við frábærri alúð og hlýleika hjá Strandamönnum; mun og liin islenzka gestrisni og greiðalund vera þeim í blóð borin í ríkum mæli. Okkur virtist bjart yfir íbúum Strandasýslu, búnaðarháttum þeirra og framkvæmdum, þrátt fyrir grasbrest og óhagstæða veðráttu á yfirstandandi sumri. Framkvæmdir og framfarir hafa orðið J)ar mjög miklar hin síðustu ár. Þéttriðið síma- kerfi tengir saman hinar dreifðu bygðir, og akvegir eru komnir um mestan hluta innsýslunnar. Víða blöstu við nýreist steinhús og reisulegir timburbæir og úlgrædd og véltæk tún, sem votta um táp og dug, og trú á iandið okkar og islenzka mold. Að lokinni yfirreið héldum við star’fsbræðurnir heim á leið, með bjartar minningar frá ferð okkar um Strandasýslu og kynningunni við hina tápmiklu og bjartsýnu íbúa hennar. Við færum þeim þakkir fyrir móttökurnar og óskum þeim farsældar og blessunar á komandi árum. Þorsteinn Jóhannesson. INNLENDAR FRÉTTIR. Séra Magnús Helgason skólastjóri varð áttræður 12. þ. m. Var þá afhjúpuð eyrmynd af honum og konu hans Steinunni Skúladóttur i hátíðasal Stúdentagarðs- ins, en áður hafði Garður þegið bókasafn hans að gjöf. Marg- an annan vott um þakkarhug sá séra Magnús einnig þennan dag, m. a. frá sóknarbörnum sinum og nemendum. Mun vart uppi nú sá maður með þjóðinni, er njóti meiri vinsælda eða viðurkenningar en hann.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.