Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 21
RirkjuritiS. Guðmundur biskup góði Arason. 357 liann fyrir vatnavígslur hans, og þætti hann vígslugjaru um of. En Guðmundur varði mál sitt af svo mikilli snilli, að erkibiskup fékk ekki orða bundist og mælti: „Harla vænar greinir gefur Guð fyrir yðvarn munn'*. En vörn Guðmundar var á þá leið, að bann tryði því, að almáttugur Guð mundi ótæpt gefa miskunn sina og anda heilagan. Og ef á þennan liátt mætti, fremur en ann- an, vekja trú fólksins á miskunn hans og heilsugjöf, þá skifti minstu máli um aðferðina. Enda hefði sjálfur Kristur hezt helgað vötn öll með hérvist sinni, er liann steig niður í Jórdan og heilagur andi krismaði vatnið með sinni ásján. „En alt vatn er eilt og frá þessu valni spretta síðan ýmislegar rásir um jörðina, heilagri kirkju til nytsemdar sálar og líkama". Hin sama hugsun vakti vitanlega fyrir honum með helgra manna hein og aðra helga dóma. Tækist með þessum ytri táknum, að vekja mátt trúarinnar i sálum mannanna, þá var takmarkinu náð. Aðeins, ef vakin væri tilfinningin í mannssálunum fyrir hinu heilaga og eilífa — og gróðursett traustið á því, þá er þar með straumi hinnar guðdómlegu náðar veitt inn i mannlífið. Þetta virðist liafa staðið mjög Ijóst fyrir Guðmundi og veit ég ekki, hvort oss hæfir að dæma hann liindurvitna- mann fyrir þetta. Ef til vill hefir prótestantiska kirkjan of mjög flaskað á því, að skilja ekki þetta merkilega samspil milli hinna ytri tákna og' innri andlegu sann- inda. — Hún hefir aldrei skilið það, að hin ytri tákn geta stórkostlega lijálpað vexti og skilningi andlega lífs- ins, að m. k. meðan það er ennþá í bernsku og óþroska. A þessu byggist kraftur allrar symbólsku (táknrænna athafna). IV. Það er augljóst, að frægð og álil Guðmundar Arasonar fór stöðugt vaxandi þau sextán ár, sem hann var prestur. Hversu hann var mikils virður af yfirmönnum kristn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.