Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 20
Benjamín Ivristjánsson: KirkjuritiÖ. 35Í) birlast á öðrum stöðum og vinna þar ýms máttarverk i fjarlægð líkamans með krafli andarinnar. Þó að erfitl sé, að henda reiður á þeim sögum,- sem um þetta hafa myndast, og þær kunni að hafa ýkst ali- mjög i meðförum, þá er þó einhver fótur fyrir öllu, enda eru sögurnar, sem af Guðmundi eru sngðar, ekkert ó- trúlegri, en fjölda margar sögur aðrar, uin ýmsa vitr- ana menn og geðhrifalækna kristninnar frá upphafi. Oss er það öllum kunnugt, að sögur liks eðlis ganga ótal margar á meðal vor enn þann dag í dag, og er trúað af fjökla fólks. í ritningunni og trúarhragðasögu margra þjóða úir og grúir af sögum um menn, sem gæddir hafi verið slíkum lækningakrafti, og það er alkunna að ein- mitt meinlæti og andlegar æfingar eins og þær, er Guð- mundur Arason stundaði, færa að jafnaði í vöxt þann furðulega andlega styrk, sem með manninum hýr. I sam- handi við þetta eru fjölmargar sögur, sem henda til þess, að liann liafi verið forvitri og ráðið yfir óvenju- legri skygni. Margir hafa talið, að allar þessar frásagnir um Guð- mund stafi frá hindurvitnum tómum. En ég fyrir mitt leyti efast ekki um, að ýmislegt af þessu hafi sannleik að geyma. Alt, sem sagt er af Guðmundi, bendir til þess, að liann hafi verið ecstatic, eins og t. d. Páll og fjölda mörg önnur stórmenni trúarinnar. Slíku ástandi fylgja sterkar geðshræringar og er stundum eins og maðurinn sé innblásinn og magnaður af æðra krafti, en stundum legst hann í dásvefn og birtast honum þá vitranir og sýnir. Einkenni þessara manna er oflastnær það, að þeir eru trúaðir og kunna að vekja aðra menn til trúar. En að trúin geti leyst furðulega og ótæmandi krafta úr læðingi í sálardjúpinu, liæfir oss eigi að efast um því að sjálfur meistarinn sagði, að trúin gæti flutt fjöll. Þá hættir oss mótmælendum mjög til að líta á vatna- vígslurnar og dýrlain helgra beina sem aumustu hjátrú, og var jafnvel ekki trútt um, að Þórir erkibiskup áteldi

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.