Kirkjuritið - 01.11.1937, Side 6

Kirkjuritið - 01.11.1937, Side 6
342 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. hins guðlega fagnaðerindis um endurlausn, Guðsbarna- líf og baráttu gegn ranglæti, grimd og batri. Kirkjan get- ur verið hughraust. Því að hún heyrir drottin sinn segja: „Ég liefi sigrað heiminn“. III. Ýmsir af fulltrúum Oxfordfundarins sóttu einnig síð- ara kirkjuþingið. Það var haldið i Edinborg 2.—19. ágúst. Það var ekki jafn fjölment og liitt, en í engu ómerkara. Fulltrúar á því voru alls 414, frá 122 kirkju- félögum og 43 löndum. Málið, er lá fyrir þinginu, var hið sama sem rætt var á kirkjuþinginu i Lausanne fyrir 10 árum: Eining kirkjunnar i trú og skipulagi. í Lausanne höfðu verið kosnir menn til þess að vinna að málinu milli funda og liafa allan undirhúning með höndum undir næstá allsherjarkirkjuþing. Mest kvað að nefnd 14 guð- fræðinga, sem hver uni sig skrifaði um vissan þátt krist- indómsins. Sendu svo hverir öðrum rit sín og ræddu saman í 14 daga í Gloucester, en Headlam, biskupinn þar, stjórnaði öllu þessu starfi. Rit þessara manna lágu fyrir Edinborgarþinginu. Fulltrúar þingsins ræddu ann- arsvegar um orsakirnar að sundrunginni með kristnu kirkjudeildunum, og hinsvegar um það, er sameinar þær í kristið samfélag. Að lokum samþykti þingið að gjöra þessa yfirlýsingu og birta hana livarvetna í kristninni: „Vér erum eitt í trúnni á drottin vorn Jesú Krist, orð- ið, sem varð hold. Vér erum eitt i trúmensku við hann, sem er liöfuð kirkjunnar, konungur konunganna og drottinn drotnanna. Vér erum eitt í skilningi á því, að þessi trúmenska við hann sé æðri en allar aðrar skyldur vorar. Þessi eining er ekki í því fólgin, að liugsanir vorar eða vilji vor renni saman í eitt. Grundvöllur h’ennar er Jes- ús Kristur sjálfur, sem lifði, dó og reis upp til þess að leiða oss til föðurins og starfar í kirkju sinni fvrir áhrif

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.