Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 13

Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 13
Kirkjuritið. Guðmundur biskup £>óði Arason. 349 brigðum. Valgerður, annna Ara fróða, var dóttir Þorgils á Reykhólum, og bar hann því liið sama nafn og Ai'i faðir Guðmundar. En Þorgilsi er lýst þannig, að liann liafi verið höfðingi svo mikill í lund, að hann gaf liverj- um frjálsum manni mat svo lengi sem hann þiggja vildi og varð af því fjölment jafnan á Revkhólum og stund- um þröng í húi. Sást hann þá lieldur ekki fyrir að taka undir vernd sína útlaga og ógæfumenn, sem leituðu trausts hjá honum. Þannig er frá því sagl, að hann liélt eitt sinn alla saman veturlangt þá: Grettir Ásmundsson og fósthræður Þormóð og Þorgeir. Enn dýpri rótum stendur göfugmenska þessarar ætlar. Ein formóðirin, kona Ara Þorgilssonar á Reykliólum, var Guðrún Ljóts- dóttir, Hallssonar af Síðu. Það var Ljótur sá, sem lagður var ógildur á Alþingi eftir Njálsbrennu til að firra vandræðum. En Hallur af Siðu og Iians afkvæmi er eitl hið göfugasta i sögu lands vors, og átti hann eins og kunnugt er manna beztan þátt i því að koma á kristni hér á landi.Og ekki ólík saga er reyndar sögð um Þor- geir Hallason, afa Guðmundar, á Alþingi 1103, er liann fékk afstýrt með viturlegum fortölum vandræðum eflir grjótkast það er þá varð, með þvi að leggja ógild meiðsli Þorvarðar sonar síns. Sýnist þannig í flestu þessu fólki ríkari góðgirndin og sáttfýsin, en óbilgirndin. Og loks kem- urfrani lijá Ara Þorgeirssyni, föður Guðmundar, drottin - liollusta og fórnfýsi á hinn fegursta hátt, er liann setti sig vopnlausan að skildi fvrir Erling jarl á Ryðjökli 2. nóv. 1166 og lét þar líf sitt af mikilli hréysti og dreng- skap. Mælti jarl þessi orð um: „Það er víst, að þar fór sá maður, er oss liefir bezt fvlgt og höfum vér engan jafnhvatan eftir. Yarð hann einn húinn til af yður, að gefa sjálfviljandi lif sitt fyrir mitt líf. Nú mun ég eigi hans frændum launað fá þann skaða, er þeir hafa beð- ið fyrir mínar sakir“. Vér sjáum af þessu, sem ég hefi nú sagt af ættmönn- um Guðmundar, að hann var af ágætu bergi brotinn og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.