Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 44
380 Erlendar fréttir. Kirkjuritið. ur, hvernig hann bregst við aðfinslum og svarar á svipstundu óvæntum spurningum. Óneitanlega minnir hann mig stundum ])á á vígreifan stjórnmálamann, sem er á þingmálafundi og snýr sér út úr hverjum vanda, sem andstæðingarnir leggja fyrir hann! Oftast fylgist ég með og er því þó ekki að leyna, að stundum verða umræðurnar dálítið óhlutkendar, svo að við- vaninginn svimar og saknar hann þá fótfestunnar. Erfiðast á Barth með þýzku dómarana, sem hugsa í lagagreinum og lesa þær því oft inn í ritningargreinar og játningarritin. Oft- ast lýkur þó viðureign þeirra svo, að báðir aðilar eru ánægðir, en einnig kemur það fyrir, að þeir verða að láta við svo búið standa vegna þess, að hvorugur skilur hinn. Stundum benda iðiiir og athugulir stúdentar Barth á, að árið t. d. 1922 í þessu hefti þessa tímarits hafi liann nú sagt dálítið annað og öðru- vísi en hann sagði í fyrirlestrunum í morgun. Barth tekur slíku oflast Ijúfmannlega og bendir hlutaðeiganda á, að batn- andi manni sé bezt að lifa. Ekki eru hér allir svokallaðir Barthi- anar og fær Barth oft spurningar, sem bersýnilegt er að honum er ætlað að hnjóta um. Verður Barth þá samstundis var um sig og verða svörin þá oft hál og ilt að festa þau í minni eða skrifa þau hjá sér. En fyrirspyrjandinn er þrautseigur og spyr áfram, og oft verður til þannig heil keðja af spurningum og svörum, keðja, sem stúdentinn hefir liugsað fyrir fram á sína vísu, og ætlað að mynda hring, oftast tekst það, en sá er gall- inn, að þeim hring er ekki slegið utan um Barth heldur utan um fyrirspyrjandann sjálfan. Hér er sem sé um viðureign að ræða, sem ber dálítinn keim af skylmingum eða andlegri leikfimi, el' svo má segja. Barth hefir spurt mig margs af íslandi og segist hann ætla að heimsækja okkur áður en langt um líður. Ætti ég að nefna eillhvað sérstakt, sem einkennir kenningu hans, þá myndi ég fyrst nefna áherzlu þá, er hann leggur á kirkjuhugtakið. Á slíkur boðskapur ekki nú nokkurt erindi til okkar? Ég veit það vel, að saga kirkjunnar er ofin hneykslun- um og ytri ósigrum. En er ekki eitthvað bogið við það, er jafn- vel þjónar hennar hafa dálæti á að hampa yfirsjónum hennar? Kirkjan er ofin saman af tveim þáttum. Annan þeirra leggur Guð til, en hinn er frá mönnunum. Auðvitað er þáttur manns- ins ekki glæsilegur og verður það til þess, að kirkjan verður svipur hjá sjón. En þar með er fjarri sanni að neita getu Guðs til afskifta af kirkjunm. Eiríkur ./. Eiríksson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.