Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 36

Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 36
Kirkjuritið. DEILDAFUNDIR PRESTAFÉLAGSINS. Aðalfundur „Hallgrímsdeildar“. Aðalfundur „Hallgrímsdeildar“ var haldinn í Borgarnesi 14. —1() sépt. Sóttu hann 10 prestar, 1 skólastjóri og báðir heiðurs- félagár deildarinnar, þeir dr. Árni Árnason og Ólafur Björnsson kirkjuráðsmaður. Ýms merk mál voru tekin til umræðu. Séra Björn Magnússon háskólakennari hóf umræður um kirkjuna og æskuna, og ræddi aðallega um samkomur og skemtanir og þörfina á því, að kirkjan beitti áhrifum sínum lil aukinnar ménningar og reglu á því sviði. Eftir miklar umræður um mál- ið, var samþykt þessi tillaga: Fundurinn ályktar að kjósa 3ja manna nefnd tii þess, ásamt nefnd kosinni af héraðsfundi Borgarfjarðarprófastdæmis, að leita samvinnu við sýslumann og sýslunefndir, stjórnir ungmenna- sainbanda og kvenfélagasambanda, skólastjóra, kennara og nem- ‘endafélög á deildarsvæðinu, að koma meiri menningarbrag á almennar skemtahir og samkomur, sem haldnar eru á greindu svæði. Eins og á síðasta aðalfundi deildarinnar, var rætt um af- stöðu ríkis og kirkju, og hefir millifundanefnd áfram málið með höndum. Formaður hennar er dr. Árni Árnason. Séra Björn Magnússon skýrði fundarmönnum frá undirbún- ingi kirkjubyggingar i Borgarnesi, og sagði í fám drátlum sögu málsins frá byrjun og gat þess, hve mikið fé hefði safnast í kirkjubyggingarsjóð, nam það um síðustu áramót um 8 þús. kr. Tvö erindi voru flutt á fundinum. Hið fyrra flutti séra Þor- steinn Briem, og nefndi hann það: „Þegar lindirnar þorna“ Urðu út af því noklrurar umræður og þessi tillaga samþykt: Fundurinn beinir þeirri ósk lil guðfræðideildar Háskólans, að hún bindi styrk úr Sáttmálasjóði að jafnaði þvi skilyrði, að menn hafi áður þjónað prestsstörfum eigi skemur en tvö ár. Þetta laki þó ekki til kandídata, sem óska að leggja stund á guð- fræðilegar vísindarannsóknir. Siðara erindið flutti séra Eiríkur Albertsson, var það saga um „ófarná ferð“. Annan fundardaginn fór fram síðdegisguðsþjónusta i Borg- arkirkju og messaði séra Sigurður Lárusson. Undir fundarlokin flutti séra Magnús Guðmundsson guðsþjón- ustu í skólahúsinu í Borgarnesi. Á fundinum var eins og á fyrri fundum samin áætlun uffl messuflutning presta hverra hjá öðrum og fyrirlestraflutning i skólum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.