Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 10
KirkjuritiS. GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI ARASON. Sjö alda minning flutt á Hólum 29. ág. 1937. (NokkuS stytt). I. Hinn 16. marz síðastliðinn voru réttar sjö aldir liðn- ar frá því, að Guðmundur Arason biskup, sem kallað- ur var hinn góði, andaðist að Hólum i Hjaltadal, sjötíu og fimm ára að aldri, eflir langan og hrakningssaman biskupsdóm. Verður eigi unt í stuttu máli að rekja ná- kvæmlega hina viðburðaríku æfisögu lians, enda geri ég ráð fyrir að flestum, sem á mig lilýða, sé hún sæmi- lega kunn. Heldur vildi ég einkum drepa á þau atriði, sem Ijósi niega varpa j7fir skapferli hans og örlög, ef vera kynni, að þessi biskup, sem svo oft hefir, bæði lif- andi og dáinn, verið ómjúklega dæmdur, mætti verða oss skiljanlegri og um leið hugþekkari, þar sem hann stendur í straumi atburðanna, hrakinn og lirjáður eins og sannarlegur píslarvottur og tákn guðskristninnar x landi voru á einni hinni agasömustu öld, sem yfir ís- land hefir gengið. Meðan hatramlegasta borgarastyrjöld geysaði í landinu, svo að hvergi var vært fyrir ránum og ofbeldi, trygðarofum, morðum og manndrápi, logar hið andlega ljós guðrækninnar með svo björtum o« skærum Ijóma í sál þessa farandbiskups, að jafnvel sumir hinna harðsviruðustu vígamanna og andstæðinga hans urðu að viðurkenna það og glúpnuðu svo í and- stöðunni við hann, eins og Sturla Sighvatsson, að þeir létu leiða sig berfætta á iðrunargöngu milli höfuðkirkn- anna í Róm. Hin ytri atvik ollu því oft, að ljós þetta

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.