Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 24
360 Benjamín Kristjánsson: KirkjuritiS. yfirgangi höfðingjanna og þessi maður, sem var manna mildastur og l)líðastur við smælingja alla og guðsölmus- ur, var harður og óbugandi við þá, er hann áleit Guðs óvini, og gegn þeim notaði hann öll liin sterkustu meðöl kirkjunnar. Það er erfitt að dæma, livort hann hafi gert þetta einungis af blindri kappgirni og ofstopa, eins og honum hefir oftast verið horið á brýn, eða af því, að hann hafi iðulega álitið rétt, að beita liinu agandi valdi kirkjunnar við ofsafengna menn og harðúðuga. Arngrímur áhóti, sem að mörgu leyti skilur Guðmund ágætlega, skýrir viðhorf hans á þessa leið: „Hann hugsar um það nætur og daga hversu lieilög kristni Guðs var hryggilega lmeist í háðulegum fram- ferðum, svo óbærilegs ofsa og ágirndar, sem hún hafði svo langan tíma þolað um daga fyrri biskupa með ó- bættum skaða. Hann sér að tveir eru vegir: Hylja sig með ófremd og kaupa sér svo frið, eða taka krossinn Jesú Kristi og bera með honum livað hendurnar þola. Af þessum tveimur kýs hann þann með heilags anda á- blástri, að vera heldur hirðir en leigumaður. Þvi rís liann upp meður frjálsri kirkjunnar rödd móti þeim vörgum, er það eitt stunduðu með gráðugum sult, að svelgja hjörð almáttugs Guðs“. V. Hversu sem Guðmundur Arason taldist undan bisk- upstign, bæði hér heima og við Eirík erkibiskup í Nið- arósi, þá mátti hann eigi sköpum renna, og var hann vígður til biskups i Kristskirkju þar í borginni 13. apríl 1203. Þá var hann 41 árs að aldri. Má segja, að með bisk- upsdóminum hefjisl pislarferill hans og niðurlæging. Hér vinst eigi tími til að rekja hrakningssögu Guðmund- ar Arasonar eftir að hann varð biskup. Margsinnis eru efldir flokkar gegn honum og honum stökt af stóli, mönnum hans tvístrað eða þeir drepnir fyrir augum lians. Árum saman er liann í útlegð frá biskupsstóli sín-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.