Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 40
376 Innlendar fréttir. Kirkjuritið. Merkileg altaristafla. Sunnudaginn 5. sept. s.l. var kirkjunni á SiglufirSi afhent fram- úrskarandi myndarleg gjöf, stór og vegleg altaristafla, máluS af Gunnlaugi Blöndal listmálara. Mun þetta vera ein hin stærsla og tilkomumesta altaristafla af nýrri gerS, sem prýðir kirkjur hér á landi. Hefir listamaðurinn unnið að henni í 2 ár, og er hún talin eitt af slærstu og merkilegustu verkum hans. Stærð hennar er 3 X 2,30 m. Atburðurinn, sem liggur til grundvallar listaverkinu, er frásaga N. t. um göngu Jesú til lærisveina sinna, þar sem þeir eru i stormi og öldugangi úti á Genesaretvatninu (Mark. (i, 47—50). Málverkið er þannig útfært, að það sýnir íslenzka staðhætti og íslenzka fiskimenn og minnir með sérstökum hætti á baráttu þeirra við storma og bylgjur hafsins og hjálþ þeirra í þeirri bar- áttu, eða þá almennu reynslu, sem kemur svo oft fram i lífi mannanna, að „þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst“. Afhending altaristöflunnar fór fram í upphafi sérstakrar há- tiðaguðsþjónustu, sem jafnframt var sjómannaguðsþjónusta. Þormóður Eyjólfsson konsúll afhenti gjöfina fyrir hönd gefend- anna, sem eru 14 að tölu og vildu ekki láta getið um nöfn sín. í ræðu, er Þ. E. flutti við þetta tækifæri, fórust honum orð meðal annars á þessa leið: „Ósk gefendanna er sú, að altaristaflan megi verða söfnuðinum til ánægju og vekja lijá honum traust á hjálpræði og niátt hins góða“. Sóknarpresturinn þakkaði gjöfina fyrir hönd safnaðarins og flutti síðan prédikun út frá Mark. 6, 47—50. Þessi nýja altaristafla kirkjunnar minnir með sérstökum hætti á það starfslíf, sem Siglufjörður er vaxinn upp al'. Hún sameinar á fagran hátt að vera listaverk í fremstu röð og vekja sígilda trúarlega hugsun. Er því ekki að efa, að þessi nýja altaristafla mun vekja hina mestu athygli. Um það leyti sem altaristaflan var afhent, voru 5 ár liðin frá því, að Siglufjarðarkirkja var vígð, og var J>etta því myndarleg afmælisgjöf, og er það einn vottur af mörgum, frá því kirkjan var reist, um þann góða hug, sem margir Siglfirðingar bera til kirkju sinnar. Óskar J. Þorláksson. Séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði átti 20 ára prestskaparafmæli í f. m. Færði safnaðarfólk hans honum þá mikla peningagjöf og fylgdi þetta ávarp: Herra prófastur séra Sigurgeir Sigurðsson ísafirði. í tutlugu ár hafið J)ér starfað meðal vor, i tuttugu ár þjónað

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.