Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Guðmundur biskup góði Arason. 361 um í Noregi eða í öðrum landsfjórðungum, og loks er hann fær að setjast að á Hólum í elli sinni í sæmileg- um friði, er hann þó haldinn sem fangi á stólnum með tvo þjónustumenn, verður að liafast við i einni stofu, þar sem hann svaf og' mataðist og söng allar tíðir, fékk engu að ráða og naumast því að gefa nokkra ölmusu. Þá var hann og farinn að kröftum og sjónin að þverra. 1 fjarveru biskups var kirkjan iðulega saurguð af hlóði og embættagerð bannfærðra manna. Fyrirlitin voru öll boð og bönn biskups og leitast við að gera bon- um alt til skapraunar og niðurlægingar, bann er jafnvel kvalinn og hrjáður líkamlega. „Svo veraldarfullir voru þessir tímar“, segir i Guðmundar sögu Arngríms, „ að þeir máttu sannligar heita samlialdin nátt, en lýsandi dagar. Því að andlegt ljós var mörgu lijarta löngu horfið, en sá inntekinn i leiðsögu, sem alla sína tíma gekk i myrkrum“. „Harmanlig var þessi kristni, sumir kenni- menn lögðu sitt embætti með ótta Guðs og biskupsins, en aðrir fyrir mannlega hræðslu, eða fluttu það fyrir kúgan eður eigina óhlýðni. Höfuðkirkja, allra móðir, situr í sorg og sút, sem útlæg frá sínum formanni — en hver lifði sem lvsti, því ei var sá er um vandaði“. Þó að Guðmundur biskup færi þannig balloka í I)ar- áttu sinni fyrir valdi og vegsemd kirkjunnar, svo sem við var að búast á jafn guðlausri og ósiðaðri öld, mátti þó segja, að hann héldi að vissu leyti velli. Hann héll velli í því, að aldrei er nokkur bilbugur í lund hans. Aldrei gefur hann eftir um hársbreidd frá því, sem hann áleit að rétt væri. Og eigi liðu heldur meir en sextán ár frá þvi að hann lagðist á líkfjöl til þess er veðurkend var á Alþingi stefna sú, er hann liélt fram í kirkjumál- um, og áður hafði barist fyrir hinn heilagi Þorlákur biskup. Ef leita skal orsakamia fyrir hrakningum og óförum Guðmundar biskups, ])á eru þær sumar augljósar, en aðrar duldar í skapi hans. Það sýnist í fljótu hragði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.