Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 12
318 Benjamín Kristjánsson: KirkjuritiS. helztu höfuðbólum í Eyjafirði og Fnjóskadal og liöfðu mikil mannaforráð. Innileg trúlmeigð var einnig í þess- ari ætt, því að á gamals aldri losaði Þorgeir Iiallason sig við alla veraldarívasan og réðst í klaustur að Munka- þverá. Þar var og munkur Þórður sonur iians. Annar son Þorgeirs var Ingimundur prestur, sá er fóstraði upp Guðmund og lauk þannig við hann, að liann gaf honum allar hækur sínar og messuskrúða. Hann var sagður hinn merkilegasti prestur, bóklmeigður með afhrigðum og hið mesta göfugmenni. En hvikull var hann nokkuð í háttum og rótlaus, undi sjaldan lengi hag á sama stað og nýtti eigi af sambúð við konu sína. Og má vera, að þó að mjög væri ástúðugt með þeim frændum, þá hafi þess- ir heimilishagir Inginmndar prests liaft nokkur áhrif á skaplyndi Guðmundar í uppvexti. Ingimundur Þorgeirsson hét eftir móðurbróður sínum en ömmubróður Guðmundar, Ingimundi presti á Reyk- hólum. A Sturlunga saga naumast nógu sterk orð til að lofa Ingimund þennan hinn eldri, segir að liann hafi verið stórmenni í skajii, örr af peningum, sem ætterni hans var til, skáld gott og hinn mesti mætismaður. Enn segir í Þorgils sögu og Hafliða, að hann liafi verið hið mesta göfugmenni, vitur maður og glaðlyndur, vinsæll af allri alþýðu og' mikils virður af mörgum mönnum göfugum. Loks segir svo: „Hann er góður viðurtakna, er vinir lians senda honum vandræðamenn, og sendi þá jafnan vel af höndum sér“. Það er glög't, að Guðmundi tiisku])i liefir mjög brugðið í kyn Reykhólamanna, enda er það eigi að undra, þegar þess er gætt að foreldrar lians háðir töldust vera af ætl þessari. Yar Einar á Reyk- hólum, faðir Ingimundar prests, sonur Ara Þorgilsson- ar á Reykhólum Arasonar af ætt Úlfs skjálga. Þeir Revkliólamenn voru allir höfðingjar miklir og fóru með Reyknesinga goðorð, þar til Ingimundur prestur gaf Þorgilsi Oddasyni frænda sínum. En i þessari ætl fór saman skáldgáfa, fræðimenska og' drengskapur með af-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.