Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 23

Kirkjuritið - 01.11.1937, Page 23
Kirkjuritið. Guðmundur biskup góði Arason. 359 trúir þessu ekki, og mætti liann þó glögglega um þetta dænia. Hér réð eflaust fyrst og fremst það álit manna, að Guðmundur væri bezt til hæfur sökum guðrækni sinnar, siðgæðis og annara fagurra manndygða. Hann var í mestu áliti allra norðlenzkra presta. Hið eina, er menn verulega óttuðust, var að hann væri lítt fallinn til fjárvarðveizlu sökum örlætis síns. Þvi var Magnús Giss- urarson Hallssonar hafður í kosningi með honum, að hann þótti reyndari í þeim sökum. En það reið bagga- muninn, að Norðlendingar vildu ekki sækja biskup sinn í aðra landsfjórðunga. Að Kolbeinn Tumason tók að sér staðarforráð á Hól- um, var án efa í fyrstu gert af vinsemd og i greiðaskyni. Það hefir verið einróma álit og þegjandi samþykt allra þessara manna, er slóðu að kosningu Guðmundar, að til þeirra hluta væri hann ekki fær og þyrfti góðan til- sjónarmann til þess að vel gæti farið úr liendi. Hefir því þótt vel úr rætast, er Kolbeinn Tumason tók þelta að sér. En að þetta yrði upphaf ósamlyndis þeirra, sem báð- um varð til mikillar óhamingju, mun enginn liafa séð fyrir nema ef til vill helzt Guðmundur, sem sjálfur þekti bezt skaplyndi sitt og óraði jafnan fyrir því, er verða vildi. Tregða lians að taka biskupskosningu var og heldur engin uppgerð. Hrygð hans, ótti og dapurleg forspá, er honum er flutt fregnin um kosninguna, ber i senn vott um viturleik hans lítillæti og skarpa dómgreind á því, hvað verða vildi. Þvi æðri hugmyndir, sem liann að dæmi Ambrósíusar vinar síns liafði um embætti þetta, því ljósara varð honurn það, að vandi mikill var að eiga við marga menn óhlýðna, öfundfulla og ríka. Fyrir honum var ]ætta blátt áfram harátta milli ljóssins og myrkursins. Kappið var enn hið sama og fyr, en færðist þó í allan ásmegin, er því var beilt í þjónustu Guðs eins og hann leit á málin. Hann sá þegar í hendi sér, að bar- attan var óhjákvæmileg gegn guðleysi og veraldlegum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.