Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 14
350 Benjamín Kristjánsson: Kirkjuritið. stóðu að honum höfðingjar miklir hvarvetna. Auk þess héfir margt af þessu fólki verið glæsilegt sýnum, einkum er þess getið, að konurnar i ætt þessari, eins og t. d. Ingi- björg kona Hvamms-Sturlu og Gyríður kona Kolbeins Tumasonar, hafi verið fríðar með afbrigðum. Benda og til þess orð Sigurðar Ormssonar við Guðmund Arason, er hann kom til lians að Svinafelli, fátækur prestur, að honum hafi fundist hann liafa höfðinglegt yfirbragð: „Mér sýnist svá mikið yfir þér, mælti hann, að mér býð- ur það í skap, að þú verðir enn meira ráðandi, en nú ertu“. Sýnist því hafa farið saman i ættinni atgervi til lík- ama og sálar, tilfinningaríki mikið og örljmdi og gjaf- mildi með fádæmum gagnvart snauðum mönnum. For- eldrar hans bæði hafa verið örgeðja og tilfinninganæm. Cllfheiður, móðir Guðmundar, hafði verið manni gefin nauðug, en síðan er þau Ari feldu hugi saman, fékk hún honum mikinn hluta fjár síns, er virðist hafa verið ekki lítið. En með því að Ari var stórlyndur, segir sag- an, lagðist fé þetta hrátt í lóg. Átti Guðmundur hinn góði þannig ekki langt að sækja örlyndi sitt, tilfinninga liita, ölmusugæði, trúrækni og fræðilmeigð, og loks trygð sína og óslitandi fórnarlund í þágu heilagrar kirkju. Alt eru þetta áberandi skapseinkunnir ættmenna hans og forfeðra langt fram í kyn. En hreystin og herzlan er þar einnig til og nokkurt ráðríki. Virðist Guðmundur Arason einna verst hafa unað því, sem hann varð þó oftast að þola biskupsdóms síns, að hann hæri borinn ráðum, því að kappið og ráðríkið var mikið að eðlisfari. Og enda þótt hann stilti sig oft vel og þess sé ekki getið nema einu sinni, að hann bæði óvinum sínum forbæna, þá var þó óstýrilátt blóðið að eðlisfari, ef það er rétt, sem höfundur prestssögunnar segir, að honum hafi í æsku þótt fremur kippa í kynið um ódæld og ráðríki og hafi Ingimundur prestur fóstri hans því ol't orðið að beita allhörðu við hann. Enda þótt liann væri

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.