Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.11.1937, Qupperneq 32
Benjamin Kristjánsson: KirkjuritiÖ- 368 ávalt að verða. En það mun þó réttara, að honum hafi að ýmsu leyti svipað til þeirra Ambrósíusar og Tómasar að skaplyndi, auk þess sem menning og trúaralvara kaþólsku kirkjunnar liefir mótað þessa menn í líkt form. Fleiri samtíðarmenn Guðmundar gefa honum og fagra vilnisburði. Sturla Þórðarson segir svo: „Finst og varla á voru landi eða viðara sá maður, er þokkasælli liafi verið af sínum vinum, en þessi hinn hlessaði hiskup, svo sem votta hréf Þóris erkibiskups eða Guttorms erki- biskups, eða liins ágæta konungs Hákonar og margra annara dýrlegra manna í Noregi, að þeir unnu honum sem bróður sínum og báðu hann fulltingis í bænum sem föður sinn“. í þessu sambandi má einnig minna á orð Sæmundar Jónssonar í Odda, er hann skrifar Páli hiskupi bróður sínum: „Guðmundur biskupsefni hefir ekki mikill vin verið í málum vorum, en þó er hann mjök lofaður af mönnum, sakir gæsku sinnar, siðvendi og hreinlifis, sem mestu varðar“. VI. Hinn siðasta vetur er Guðmundur biskup lifði var liann blindur með öllu. Tók hann og andlitsmein og' lá verkurinn í hægri kinninni ofan frá auganu. Yfir hon- um voru tveir menn: Ilelgi bróðurson hans og Þorkell Ketilsson, er seinna varð prior á Munkaþverá. Söng hiskup Líðir löngum, er hann mátti eða lét lesa fyrir sér helgra manna sögur á latínu. Þennan vetur hinn sama tók Guðmundur biskup sótt litlu fyrir langaföstu, þunga og hljóðlega, og lá fram um Gregoriusmessu. Segir saga Iians að þegar hér var komið hafi svo verið mýkt hans við forna mótgangsmenn, að ekki hafi hann munað, að nokkur maður Iiafi sér mein gert. Var hann nú óleaður svo sem venja var til, og eftir það vildi hann það eitl mæla er nauðsyn krafði. Hann hafði áður skipt hók- um sínum milli klerka sinna og ákveðið legstað sinn í stúkunni suður af kirkju milli klerka tveggja. Eftir það

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.