Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 8
34-1 Ásmundur Guðnnindsson: Eirkjuritið. Guðs ríki muni lei'ða kirkjudeildirnar nær hverja ann- ari og auka með þeim skilning og vináttu. Vér skorum á kristna bræður vora í öllum kirkjudeildum að hrinda slíkri samvinnu af stað^ skorum á þá að grannskoða all- ar orsakir til sundrungar, svo að sigrast verði á þeim, og vér verðum reiðubúnir til að læra af þeim, sem eru ólíkir oss sjálfum, skorum á þá að rvðja hurt tálmunum fvrir l>ví, að fagnaðarerindið megi hreiðasl út í þeim ókristna heimi, sem er sundrung vorri að kenna, og hiðja stöðugt um þá einingu, sem vér trúum, að sé vilji drottins vors kirkju hans til lnmda. Vér viljum einnig lýsa fvrir öllum mönnum og al- staðar vissu vorri um það, að Kristur sé eina einingar- von alls heimsins, þar sem hann stendur augliti til aug- litis við stríð og uppnám vorra tíma. Vér vitum það, að sundrung vor veikir gildi vitnis- burðar vors. En þó erum vér eitt í Kristi og' í samfélag- inu við anda hans. Vér biðjum þess, að menn hvarvetna i þessum heimi sundrungarinnar og glundroðans megi snúa sér til trúar á Ivrist, drotlin vorn, sem lætur oss verða eitt, þrátt fyrir sundrung vora. Vér biðjum þess, að liann láti þá verða eitt, sem ótal kröfur heimsins hafa tvístrað, og að heimurinn megi að lokum finna frið og einingu í honum. Honum sé dýrðin að eilífu“. IV. íslenzka kirkjan átli því miður engan fulltrúa á þessum miklu allsherjarkirkjuþingum. En boðskapur þeirra á ekki síður fvrir því erindi til vor og verður einnig að berast oss; því að þótt hann sé fluttur af ófull- komnum mönnum, þá er hann frá Guði. Ef vér daufheyrumst við honum, þá skiljum vér hvorki vox’a tíma né hulinn verndarkraft Guðs, er vill leiða þjóð vora áfram lil þi-oska og fullkomnunar. Þótt vér eigum heima fjarri öðrum þjóðum norður í höfum, þá er harla margt sameiginlegt með þeim og oss.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.