Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.11.1937, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. GuÖmundur biskup góði Árason. 369 lifði hann þrjá daga, og var jafnan bænin i lians munni meðan hann hélt lífinu. I andlátinu hóf liann upp latínu söngva, en er hann þraut máttinn til söngs, hóf hann upp hægri hönd sína með blessan svo ágætlega, að þeim sem við voru staddir fanst sem eftir stæði sýnilegt kross- mark í loftinu, þar sem höndin hneig niður. Þá gengu þeir að Þorkell og Helgi og hefja hann úr sænginni á fjöl dufti dreifða, sem hann hafði boðið, því að hann bafði sagt, að hver maður ætti í mold að andast. „Og rétt í þeirra höndum gekk sú blessaða sál til eilífs fagn- aðar, út af myrkvastofu þessa heims og. leirligu keri Iíkamans“. Yfir líki Guðmundar stóð öll klerkasveit kirkjunnar með bænahaldi og sálmasöng. Kom múgur manns að Hólum, er jarðarförin fór fram, og þóttu þar gerast greinileg tákn. Kirkjan var þá orðin gömul og lirörleg, svo að hún riðaði mjög og skalf, þegar tveim klukkum var hringt. Þá bað Jón prestur er söng líksönginn, að liringja öðrum tvennum, og þótti þá kirkjan fastari fyrir en áður. Loks var hringt öllum klukkunum og skalf þá ekki. En yfir greftri Guðmundar biskups stóð Kolbeinu kaldaljós Arnórsson á Reynistað og flutti fagurt erindi. Hann var náinn frændi Kolbeins Tumasonar og hafði ávalt verið trygðavinur Guðmundar frá því að Guðmund- ur hafði dvalist hjá honum á prestskaparárum sínum. Hann var mægður Oddverjum og, ef trúa má sögu Arngríms, prestur að vígslu og latínu lærður. Lagði hann út af orðum Opinberunarhókarinnar, að sælir væru dánir þeir sem i drolni deyja. Sagði Guðmund biskup hafa herbergi síns hjarta eigi yfir sand sett, heldur grundvallað það yfir sterkum stein: Krist, son Guðs lifanda. Hann lýsti hrakningum hans fyrir vond- um mönnum og yfirvöðslusömum, hreinlífi lians, sið- vendni og ölmusugæðum og segir svo: „í öngu var hann baldinn né öfundssjúkur, í öngu reiðinn né guðlatur, i

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.