Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 9
Kirkjuritið.
Ekki rúm.
379
engin slík ský lign og fegurð mannéSlisins i þess full-
lcomnu mynd; og J)ó IiöfSu mennirnir ekki rúm fyrir
hann. Hann stóð undarlega einn öll jarSvistarár sin. Þó
var líf hans ekki aS neinu leyti meS einsetumannsbrag;
hann forSaSist eigi félagsskap viS aSra menn. Hann
virðist miklu freniur hafa þráS vináttu og samúS ann-
ara. Jafnskjótt og hann hóf opinbert starf sitt, safnaSi
hann að sér litlum vinahóp, mönnum, sem höfðu samúð
með honum og þráðu eitthvað af því, sem hann taldi
mikilvægast. í þeim hóp þótti honum sérstaklega vænt
um suma, eða vildi einkum liafa þá hjá sér, er honum
reið mjög á samúð annara. Hann tók þótt í gleði annara,
sat brúðkaupsveizlu í Kana; tók á móti heimboði hjá
Símoni Farísea og sat að veizlu hjá Leví tolllieimtumanni
og vafalaust ýmsum öðrum. Óvinir hans báru honum
aldrei á brýn strangleik né kvörtuðu undan meinlæta-
lifnaði hjó honum, eins og Jóhannesi skírara. Og þó var
liann nndarlega einmana. Menn litu hann smáum aug-
um og höfðu ekki rúm fyrir hann. Hann var allur í því,
sem fjöldanum fanst sér koma lítið við. Þegar hann
hafði prédikað i Nazaret, þar sem hann hafði alisl upp,
risu menn öndverðir gegn honum og hröktu hann út
fyrir borgina. Þar sem hann gerði sum mestu krafta-
verkin báðu menn liann um fram alt að fara burt úr
þeim héruðum. Hann fór um Samaríu, og Samverjar
veittu honum ekki viðtöku. Fyrir því varð hann að lifa
hér í heimi sem heimilislaus farandspámaður og pré-
dikari. „Refar hafa greni“, sagði hann, „og fuglar him-
insins hreiður; en manns-sonurinn hefir hvergi höfði
■sinu að að lialla“. Og sá einstæðingsskapur hans varð
enn meiri, því nær sem dró dauða hans. Jerúsalem út-
hýsti honum engu síður en Betlehem. Þar var heldur
ekkert rúm fvrir hann. Höfðingjarnir komu honum í
hel; dæmdu hann guðlastara og framseldu hann róm-
verska valdinu til krossfestingar; og loks hékk hann á
krossinum, hafinn frá jörðu, nakinn, yfirgefinn og einn.