Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 61

Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 61
Kirkjuritið. Hringjarinn gamli 431 Voldug dimmróma klukka tók undir hátíðalofsönginn og tvær aðrar svöruðu henni fagnandi hvellum tungum. Tvær litlar sungu millirödd og höfðu hraðan á, svo að þær yrðu ekki á eftir. Þær voru eins og lítil börn, sem taka fagnandi undir með þeim, er hafa sterkari róminn. Það var eins og gamli turninn hristist og skylfi og vindurinn, sem lék um andlit gamla hringjarans, syngi með. Gamla hjartað gleymdi lífi sínu fullu af áhyggjum og sorgum. Gamli hringjarinn gleymdi því, að líf hans var einskorðað við þennan dimma turn og hann var einn í heiminum eins og gamall trjábolur brotinn af storminum. Hann heyrði ómana, syngjandi og grátandi, er hófust til himins og hnigu aftur til jarðar, og honum fanst synir sínir og sonarsynir vera alt í kring um sig og að hann heyrði fagnaðarraddir þeirra. Ifaddir ungra og gamalla blönduðust saman í voldugt lag og sungu honum þá sælu og gleði, er hann hafði aldrei fengið að reyna um alla æfi sína. Hann kipti í strengina og tárin runnu niður kinnarnar og hjartað sló ört við hrifninguna. Niðri hlustaði fólkið, og hver sagði við annan, að aldrei hefði Mikheyich gamli hringt svo vel. Alt í einu gaf stóra klukkan frá sér óskilmerkilegt hljóð og þangnaði Og minni klukkurnar gáfust upp í miðjum klíðum. Hringjarinn gamli hné örmagna á bekkinn, og síðustu tárin runnu niður fölvar kinnarnar. „Heyrið þarna. Sendið annan upp. Þetta er síðasta klukknatak gamla hringjarans". Lausleg þýðing. Nokkuð stytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.