Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Bornin á Hálogalandi. H97 aralega hnefa, sem léku sér að krossi. Á einum tíunda hluta úr sekúndu var ég orðinn annar maður. Hvernig hugsanasamband- ið var, veit ég ekki. En ég svaraði börnunum alveg rólega: „Jæja, þið segið þá, að svona lítil börn geti ekki átt neina trú. Látum svo vera. Eg ætla þá að spyrja ykkur um annað. Getur svona lítið skírnarbarn átt bankabók? Nú voru börnin alveg örugg og hertu heldur en ekki á neiinu. Mér Ieið bros á vör. „Nú hefi ég hendur í hári ykkar“, sagði ég. „Jæja, svona lítill angi getur ekki átt bankabók. Nú skuluð þið heyra, hvað ég gjörði á miðvikudaginn. Ég skírði smásnáða, sem heitir Idar Björnar Skog. Hann á bankabók. Þið getið farið og spurst fyrir hjá Vefsn-sparisjóði; þá fáið þið að vita það. En hversvegna svöruðuð þið, að hann og önnur skírnarbörn gætu ekki átt neina bankabók? Jú, þið hélduð, að þau væru of lítil til þess. Menn eignuðust bankabók á því að vera sparsamir, vinna og safna fé og það geti smábörn ekki. En þið gleymið því, að við getum fengið bankabók að gjöf. Idar Björnar fékk sína að gjöf. Og svo að ég snúi mér til ykkar fullorðna fólksins hérna. Höfum við ekki, bæði þið og ég, spurt okkur að því sjálf mörg- um sinnum: Getur Guð í raun og veru tekið á móti ungbarni, sem enga trú getur átt? Hvar er veilan í hugsunargangi okkar? Jú, við álítum trúna vera afrek sjálfra okkar — afrek sem Guð viðurkennir og tekur gilt sem skilyrði fyrir því, að hann taki við okkur eins og börnum sínum. Þegar við þá erum orðin nógu stálpuð eða fullorðin til að eiga þessa trú, þá getur verið vit í því að láta skírast. En blessuð verið þið — hvenær eigum við nóga trú? Ef ég fyrir mitt Ieyti hefði átt að fresta því að taka skírn þangað til ég gæti sagt frammi fyrir Guði: Já, nú á ég í raun og veru nóga trú, nú hefi ég eflst svo og auðgast að trú, að ég get öruggur látið skírast — já, þá er ég hræddur um, að ég væri enn óskírður. Að vísu á ég trú. En get ég gengið fram fyrir Guð og sagt: Þú getur bygt á þessari trú minni? Hún er örugg undirstaða. Hún er voldug og sterk. Nei, ég hefði orðið að segja: Ekki ennþá. Og svona er ég hræddur um, að það drægist til dauða- dags. Því að eigi Guð að taka manninn góðan og gildan vegna afreka hans, hvort heldur er trúar eða verka — hvernig ættum við þá að geta staðist? En nú kemur Jesús og segir: Leyfið ung- börnunum að koma til mín, því að þeirra er himnaríki. Þ. e. a. s.: Ég gef þeim himnaríki, gef þeim trúna, legg þau í föðurhend- ur Guðs. í stuttu máli: Jesús flytur þeim gjöf trúarinnar frá Guði. Að vera barn, það er að geta tekið á móti, af öllu hjarta, efasemdalaust og undirhyggjulaust, það að vera barn er að eiga meira en maður veit. En að verða fullorðinn er öllu heldur það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.