Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 22
392 Eivin d Berggrav: Nóv.—Des. „En þegar þú nú nefnir uppbyggingu, þá hlýtur það að vera eitt- hvað, sem við eiffum að byggja upp hérna í kirkjunni?" Fingurinn á loft hjá piltinum. Ég kinka kolli. Svo kemur svarið: „Við eigum að byggja upp eilífa lífið í hjörtum okkar.“ Ég var dálitla stund að átta mig. Aldrei hafði ég fengið annað eins svar. Seinna spurði ég kennarana. Nei, þeir rendu ekki grun í það, hvaðan hann hefði svarið. Hann var tólf ára. Ur bókum var það ekki, þorðu kennararnir að fullyrða. Heyrt það heima? Ég veit það ekki. Um svarið var ekki. að villast. Ég hefi eftir beztu getu látið það berast lengra og lengra. Ég hefi sagt: „Hjá þessum dreng fékk ég að vita, hvað söfnuður er. Söfmiður er það fólk, sem hjálpast að við það að byggja upp eilifa lífið í hjörtum sínum.“ Þessar fyrstu spurningar og svör eru eins og höggvin í stein fyrir mér. Það var eins og börnin bæru mig. Lengra og lengra. Því miður skrifaði ég ekkert hjá mér á eftir. Ég veit aðeins, að alt gekk eins og í sögu. Norskan skildist. Enginn seinagangur á neinu. Þau fóru með mig hvert sem ég vildi, frá á fæti eins og fjallahreinar. Þau voru heimagangar á himinfjöllum. Upp að altarinu. Kórinn er stór í Tanakirkju. Litlu börnunum var raðað næst grátunum, þau sem stærri voru stóðu umliverfis þau. Svo fór ég fyrir altarið og sýndi þeim það, sem þar var. Fyrst kaleikinn. Jú, þau vissu öll, til hvers hann var. Skírdags- kvöld, innsetningin — nú voru þau orðin svo fjörug, að þau svör- uðu í kór. En hljóðnuðu við, þegar ég spurði: „Getið þið farið með innsetningarorðin?“ „Vor herra Jesús Kristur, á þeirri nótt sem hann svikinn var .... sögðu öll börnin lágt, en raddirnar ljómuðu. Á eftir varð þögn. Það var erfitt að segja nokkuð á eftir. Það stóð ekki á svörunum um Biblíuna né sálmabókina. Stærri börnin vissu margt, sem kaupstaðabörn hefðu strandað á. „En altaristaflan?“ Ég hafði alls ekki tekið eftir henni áður; þetta var í fyrsta sinni, sem ég kom til Tana. Ég sá nú, að hún var af ummynduninni á fjallinu. Erfið saga fyrir börn, það vissi ég af fyrri reynslu. En hvernig haldið þið að hafi farið? Svörin dundu á mér eins og geislaregn. Nú átti ég ekkert eftir. Ég var búinn að nefna alt, sem var á altarinu. Nei — ljósin. Við erum altaf vanir því að láta þau loga við barnaguðsþjónustur. Ég varð feginn því að geta haldið börn- unum dálítið lengur og spurði: „En altarisljósin, börn, af hverju höfum við ljós á altarinu? Hvað tákna ljósin?“---------En óðara en ég hafði slept orðinu, setti mig hljóðan. Því að hverju átti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.