Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 22

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 22
392 Eivin d Berggrav: Nóv.—Des. „En þegar þú nú nefnir uppbyggingu, þá hlýtur það að vera eitt- hvað, sem við eiffum að byggja upp hérna í kirkjunni?" Fingurinn á loft hjá piltinum. Ég kinka kolli. Svo kemur svarið: „Við eigum að byggja upp eilífa lífið í hjörtum okkar.“ Ég var dálitla stund að átta mig. Aldrei hafði ég fengið annað eins svar. Seinna spurði ég kennarana. Nei, þeir rendu ekki grun í það, hvaðan hann hefði svarið. Hann var tólf ára. Ur bókum var það ekki, þorðu kennararnir að fullyrða. Heyrt það heima? Ég veit það ekki. Um svarið var ekki. að villast. Ég hefi eftir beztu getu látið það berast lengra og lengra. Ég hefi sagt: „Hjá þessum dreng fékk ég að vita, hvað söfnuður er. Söfmiður er það fólk, sem hjálpast að við það að byggja upp eilifa lífið í hjörtum sínum.“ Þessar fyrstu spurningar og svör eru eins og höggvin í stein fyrir mér. Það var eins og börnin bæru mig. Lengra og lengra. Því miður skrifaði ég ekkert hjá mér á eftir. Ég veit aðeins, að alt gekk eins og í sögu. Norskan skildist. Enginn seinagangur á neinu. Þau fóru með mig hvert sem ég vildi, frá á fæti eins og fjallahreinar. Þau voru heimagangar á himinfjöllum. Upp að altarinu. Kórinn er stór í Tanakirkju. Litlu börnunum var raðað næst grátunum, þau sem stærri voru stóðu umliverfis þau. Svo fór ég fyrir altarið og sýndi þeim það, sem þar var. Fyrst kaleikinn. Jú, þau vissu öll, til hvers hann var. Skírdags- kvöld, innsetningin — nú voru þau orðin svo fjörug, að þau svör- uðu í kór. En hljóðnuðu við, þegar ég spurði: „Getið þið farið með innsetningarorðin?“ „Vor herra Jesús Kristur, á þeirri nótt sem hann svikinn var .... sögðu öll börnin lágt, en raddirnar ljómuðu. Á eftir varð þögn. Það var erfitt að segja nokkuð á eftir. Það stóð ekki á svörunum um Biblíuna né sálmabókina. Stærri börnin vissu margt, sem kaupstaðabörn hefðu strandað á. „En altaristaflan?“ Ég hafði alls ekki tekið eftir henni áður; þetta var í fyrsta sinni, sem ég kom til Tana. Ég sá nú, að hún var af ummynduninni á fjallinu. Erfið saga fyrir börn, það vissi ég af fyrri reynslu. En hvernig haldið þið að hafi farið? Svörin dundu á mér eins og geislaregn. Nú átti ég ekkert eftir. Ég var búinn að nefna alt, sem var á altarinu. Nei — ljósin. Við erum altaf vanir því að láta þau loga við barnaguðsþjónustur. Ég varð feginn því að geta haldið börn- unum dálítið lengur og spurði: „En altarisljósin, börn, af hverju höfum við ljós á altarinu? Hvað tákna ljósin?“---------En óðara en ég hafði slept orðinu, setti mig hljóðan. Því að hverju átti

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.