Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 39
Kirkjuritið.
Hjartablað trúar vorrar.
409
bera þá líka fyrir sig opinberun, svo sem fyrstu upp-
spreltu sína. Gildi, göfgi og tign trúarbragðanna, fer eft-
ir gilcli, g'öfgi og tign þeirrar opinberunar, sem þau eru
sprottin upp af. En hvað er opinberun? Opinberun er
svar Guðs við spurningum mannssálarinnar um síðustu
rök, orsök og uppruna tilverunnar. Með opinberuninni
svalar guð þorsta mannssálarinnar eftir ábyggilegri vitn-
eskju um þessa síðustu orsök tilverunnar. Guð kemur
þar sjálfur á móti manninum, til þess að leit hans eftir
Guði fái borið ávöxt, verði eitllivað meira en beiðni án á-
beyrnar, leit án þess að finna, liögg á dyr án þess að
Iokið verði upp, árangurslaust Sisyfus-strit. En þótt
ég segi, að öll trúarbrögð bj’ggi að einhverju leyti á opin-
berun, þá sé mjög fjarri mér, að gera þeim öllum jafn
bátt undir höfði. Því er sem sé svo farið, að Guð hagar
í vísdómi sínum opinberun sinni ávalt eftir þroskastigi
mannanna. Hann birtir þeim aldrei meira en þeir eru
viðurtækilegir fyrir. Virðum vér fyrir oss hina fornn
trúarbragðafrömuði utan gyðingdóms og kristindóms,
þá á það jafnt heima uni þá alla, að sú opinberun, sem
þeim veitlist, var algerlega sniðin eftir þroskastigi þeirra
sjálfra og viðurtækileika þeirra, sem opinberunin var
ætluð. Lítum vér því næst til spámanna Gamla testa-
mentisins, allar götur frá Móse lil Malakíasar, sem voru
réttnefndir opinberunarmiðlar, þá verður Iiið sama uppi
á teningnum hjá þeim öllum, að opinberunin, sem þeim
blotnaðist, var sniðin eftir ])i-oskastigi þeirra sem hún
var sérstaklega ætluð. Allir bafa þeir opinberun að flytja;
en á mismunandi stigi alt eftir þroska þjóðar sinnar á
hverjum tíma. Vér sjáum í þessu vísdóm Guðs. Hann
er ekki hráðlátur í afskiftum sínum af mönnunum, svo að
hann dembi vfir þá fræðslu um sig, sem þeir eru ónæm-
ir fyrir. Hann getur beðið, kynslóð eftir kynslóð, eftir þvi,
að lijörtu hinnar útvöldu þjóðar nái þeim þroska, sem
er skilyrði þess að geta veitl viðtöku fyllingu opinber-
unar hans. Guðleg opinberun á sér sinn þróunarferil,