Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 58
Nóv.—Des. HRINGJARINN GAMLI. Eftir Vladi.mir Korolenko (1853—1921) útlaga í Síberíu. Rökkrið var að koma. Alt var hljótt í litla þorpinu. Það mótaði aðeins fyrir hreysun- um í því, og ljós blikuðu á stangli. Við og við heyrðist hrikta í hliði, eða hundur reka upp gelt. Þytur var í myrkviðnum, og þaðan sáust koma maður og maður fótgangandi eða á hestbaki, eða vagn fór skröltandi hjá. Það voru þorpsbúar í skóginum á leið til hátíðaguðsþjónustu í kirkju sinni. Kirkjan stóð á hól í miðju þorpinu. Turn hennar, forn og hár og dökkur hvarf í bláan himininn. Það brakaði í stiganum, þegar Mikheyich, hringjarinn gamli, steig upp í turninn, og litla ljóskerið, sem hann hengdi þar upp. var eins og stjarna til að sjá. Það var erfitt fyrir gamla manninn að klifra upp stigann. Fæturnir létu illa að stjórn og sjónin var dauf. . . . Gamall maður eins og hann hefði nú átt að vera búinn að fá hvíldina, en Guð hafði látið hann lifa. Hann hafði jarðað syni sína og sonarsyni. Hann hafði fylgt gömlum mönnum og ungum til hinztu hvíldar, og enn lifði hann. En ellin var þung. Gamli maðurinn gekk að turnopinu og hallaðist fram á hand- riðið. Hann sá móta fyrir kirkjugarðinum í myrkrinu fyrir neðan alt í kringum kirkjuna. Þar breiddu gömlu krossarnir út armana eins og til verndar illa grónum leiðum. Yfir þau drúptu hér og þar blaðlaus birkitré. Hvar myndi hann verða að ári? Skyldi hann klifra aftur upp í þessa hæð, upp und’r koparklukkuna til þess að vekja blund- andi nótt með hljómum hennar, eða skyldi hann liggja undir krossi í kirkjugarðinum? Guð einn vissi það.... Hann stóð til brautar búinn. En nú leyfði Guð honum að fagna gleðihátíðinni einu sinni enn. „Dýrð sé Guði,“ hvíslaði hann, horfði upp til himinsins leiftr- andi af miljónum stjarna og gjörði krossmark fyrir sér. „Mikheyich, Mikheyich," hrópaði til hans titrandi öldungsrödd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.