Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 29
Kirkjuritið.
SUÐUREYRARKIRKJA í SÚGANDAFIRÐI
Árið 1926 stofnaði Kvenfélagið Ársól á Suðureyri Kirkjubygg-
ingarsjóð Suðureyrarkirkju með 300 kr. framlagi, og gjörðist þar
með brautryðjandi þessa mikilvæga máls.
Málið hlaut þegar vinsældir hjá söfnuðinum, og á safnaðarfundi
t. des. 1927 var kosin 9 manna nefnd (6 karlar og 3 konur) til
þess að annast fjársöfnun til byggingarinnar. Nefndin var kölluð
Kirkjubyggingarncfnd Suðureyrar, og hefir hún starfað að málinu
alt til þessa.
Á safnaðarfundi 29. apríl 1934 var verksvið nefndarinnar aukið
og henni þá falið að byggja kirkjuna þegar þess væri kostur, en
jafnframt sett að skilyrði, að byggja skuldlaust að mestu.
Ég veit ekki dæmi til þess, að hér í sveit hafi nokkurt nauð-
synja- og framfaramál mætt betri skilningi og samhug manna en
kirkjubyggingarmálið naut þegar í byrjun og á alllöngum tíma.
Mátti heita svo, að allir Súgfirðingar legðu fram fé, eða liðveizlu
fjársöfnuninni á einhvern hátt. Er isérstaklega ánægjulegt að
minnast hins eldlega áhuga, sem lýsti sér í fjársöfnuninni á þess-
um árum. Þá voru gefnar fiskilóðir, sem allir vélbátar lögðu með
fúsum vilja skipshafnarinnar, um lengri tima, en skóladrengir,
undir stjórn hr. Friðberts Friðbertssonar, núverandi skólastjóra,
°S hr. Þórðar Þórðarsonar símstjóra, unnu að beitingu og aðgerð
lóða. Enn aðrjr önnuðust aðgerð og söltun fisksins, alt sem
sjálfboðaliðar. Þá fluttu fyrirlesarar erindi og sjónleikar voru
sýndir En gjafir — minningar- og sumargjafir, áheit og samskot
streymdu að. Enda safnaðist á nokkurum árum allstór sjóður,
svo að í árslok 1931, eða á 4 árum, var sjóðurinn orðinn kr.
11221,77.
En þar sem árferðir fór þá versnandi, dofnaði jafnframt yfir
fjársöfnuninni, af eðlilegum ástæðum. Og þar eð ýmsar aðrar
framkvæmdir þurftu einnig á fjárstyrk að halda, sá Kirkjubygg-
•ngarnefndin ekki ástæður til þess, að halda söfnuninni mjög til
streitu, að öðru leyti en því, að hafa sumardaginn fyrsta sem
fastan söfnunardag. Enda fór nú sjóðurinn að færast í aukana
af eigin ramleik, því að nú fór að muna mikið um vextina.
Þegar augljóst var, að fjársöfnunin mundi ekki gefa lengur