Kirkjuritið - 01.12.1938, Blaðsíða 30
400
Örnólfur Valdemarsson:
Nóv.—l)es.
varanlegan árangur, vegna sífelt aukinna fjárhagsörðugleika hér
á staðnum, og hinsvegar sterkar líkur fyrir verðfalli á peningum,
sem mundi. orsaka hækkun á bvggingarefnum, sá nefndin sér ekki
fært að fresta lengur byggingu kirkjunnar og ákvað á fundi 5.
ágúst 1935, að bygging skyldi hafin í maímánuði 1936. Var gert
ráð fyrir, að handbært fé til byggingarinnar myndi verða 19000
til 20000 krónur, að meðtöldu framlagi úr sjóði Staðarkirkju.
Ileyndar voru sumir nefndarmenn ekki fyllilega ánægðir með
ákvörðunina, — þeir sem höfðu hugsað sér stærri og veglegri
kirkju en sýnilegt var, að hægt yrði að fá fyrir þessa fjárhæð,
sem fyr var nefnd. En sættu sig þó við úrslitin, að öllum mála-
vöxtum athuguðum, og sérstaklega, þar sem nú bættust við fyr
greinda örðugleika lítilsháttar mi.sskilningur frá hendi nokkurra
safnaðarmanna um kirkjubygginguna, er nefndin svaraði á við-
eigandi hátt, með því að fastákveða bygginguna. Þessi misskiln-
ingur leiðréttist þó fljótlega, þegar kirkjubyggingarnefndinni gafst
tækifæri til þess, að ræða málið á almennum safnaðarfundi. A
þeim fundi kom greinilega í ljós almennur áhugi á því, að kirkjan
yrði reist sem fyrst.
Síðan tókst nefndinni — þó ekki fyr en 7. júní 1936, að fá hag-
kvæma samninga um byggingu kirkjunnar við hr. Jón Jónsson.
húsameistara, á Flateyri. Og var kirkjan fullgerð 15. maí f. *•>