Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 13

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 13
Kirkjuritið. Ekki rúm. 383 löngun og þrá eftir Kristi og boðskap lians vakni í lijört- um mannanna. Hver er þá leiðin til þess, að vér veitum Kristi móttöku og hann geti fengið húsrúm í gistihúsinu hjá oss öllum? Vér verðum að opna liug og hjarta fyrir þeim sannleika, sem hann flutti heiminum, og lsera að elska hann. Hann gerði sjálfur þessa yfirlýsingu: „Hver sem gerir viljia Guðs, sá er hróðir minn, systir og móðir.“ I þeirri mynd getur sérhver af oss veitt honum gistingu. í þeirri mynd kemur liann af nýju á hverjum jólum. Og því gestrisnari sem vér verðum við hann í þeim skilningi, því meira vald fær hann á hugsunum vorum, orðum og allri breytni. Og að komast undir áhrifavald hans er hin sann- asta gæfa. Því að þá tökum vér að ummyndast eftir lík- ingu hans. Hefir þér farið fram að því leyti, síðan á síð- ustu jólum? Þó að þú verðir enn ekki var við nema litla hyrjun, þá fagnaðu. En munum og eftir einu. 1 þessari einu setningu guð- spjallsins, sem ég hefi nefnt oftast í dag, er fólgin lýsing á því, hvernig mannkynið tekur fæðingu hvers nýs, stór- felds sannleika. María lagði barnið í jötu — „af þvi að það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu.“ Réttlætið verð- ur ávalt að ryðja sér braut með liarðri baráttu við heim- inn. Hverjum nýfundnum sannleik er vísað á dyr í fyrstu. Beiðist hann gistingar, þá úthýsa nær því allir. Sérhver stórfeld sannindi verða að láta sér lynda að fá jötu að hvílurúmi, fyrst eftir fæðinguna í þennan heim; þau hafast þar við fyrsta kastið í fátækt og margs- konar þjáningu. Hver nýr sannleikur á sína Getsemane- kvöl fyrir höndum. Hann má æfinlega búast við að verða krossfestur með einhverjum hætti. En hann rís og áreiðanlega upp, á hvaða kross sem hann kann að vera negldur. Sannleikurinn er æfinlega ódauðlegur og eilífur. Það þarf mikið þor og mikla andlega hreysti og stað- festu til þess að gerast áhangandi nýfædds sannleika.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.