Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 61

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 61
Kirkjuritið. Hringjarinn gamli 431 Voldug dimmróma klukka tók undir hátíðalofsönginn og tvær aðrar svöruðu henni fagnandi hvellum tungum. Tvær litlar sungu millirödd og höfðu hraðan á, svo að þær yrðu ekki á eftir. Þær voru eins og lítil börn, sem taka fagnandi undir með þeim, er hafa sterkari róminn. Það var eins og gamli turninn hristist og skylfi og vindurinn, sem lék um andlit gamla hringjarans, syngi með. Gamla hjartað gleymdi lífi sínu fullu af áhyggjum og sorgum. Gamli hringjarinn gleymdi því, að líf hans var einskorðað við þennan dimma turn og hann var einn í heiminum eins og gamall trjábolur brotinn af storminum. Hann heyrði ómana, syngjandi og grátandi, er hófust til himins og hnigu aftur til jarðar, og honum fanst synir sínir og sonarsynir vera alt í kring um sig og að hann heyrði fagnaðarraddir þeirra. Ifaddir ungra og gamalla blönduðust saman í voldugt lag og sungu honum þá sælu og gleði, er hann hafði aldrei fengið að reyna um alla æfi sína. Hann kipti í strengina og tárin runnu niður kinnarnar og hjartað sló ört við hrifninguna. Niðri hlustaði fólkið, og hver sagði við annan, að aldrei hefði Mikheyich gamli hringt svo vel. Alt í einu gaf stóra klukkan frá sér óskilmerkilegt hljóð og þangnaði Og minni klukkurnar gáfust upp í miðjum klíðum. Hringjarinn gamli hné örmagna á bekkinn, og síðustu tárin runnu niður fölvar kinnarnar. „Heyrið þarna. Sendið annan upp. Þetta er síðasta klukknatak gamla hringjarans". Lausleg þýðing. Nokkuð stytt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.