Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 29

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 29
Kirkjuritið. Prestastefnan. Guðsþjónusta. Pundarhöldin. Prestastefnan hófst mánudaginn 2(i. júní kl. 1 e. h. Séra Benjamín Kristjánsson flutti prédik- un í Dómkirkjunni út af Jak. 1, 19—25, en séra Jakob Einarsson prófastur þjónaði fyrir altari. Fundirnir voru haldnir í hátíðasal Mentaskól- ans. Fyrsti fundurinn var settur kl. 4.30 á mánu- (*aí5. en hinum síðasta lauk á miðvikudagskvöld 28. júní. Bisk- upinn nývígði, Sigurgeir Sigurðsson, stýrði fundunum og las 1-itningarkafla og bað bæna, er þeir hófust og þeim tauk. Á morgn- aana var sameiginleg guðræknisstund með sálmasöng, biblíu- lestri og bæn. Fluttu ]>eir morgunbænir séra Sigurður Stefánsson <>g séra Halldór Kolbeiiis. Fundarritarar voru þeir séra Jón Þor- varðsson prófastur og séra Sigurður Stefánsson. Fundarsókn Prestastefnuna sótlu, auk biskups landsins, dr. Jóns Helgasonar biskups og vigslubiskupanna beggja, 58 þjónandi þjóðkirkjuprestar, þar af 18 prófastar, frí- kirkjuprestarnir báðir, 10 fyrverandi prófastar og prestar og 4 gu ðfræðiskan dídat ar. Ávarp biskups og kaflar úr yfirlitsskýrslu hans.*) Elskulegu starfsbræður! Hjartanlega býð ég yður velkomna til þessarar fyrstu presta- stefnu, er ég veiti forsæti, vígslubiskupa, ])rófasta, starfandi sóknarpresta, þá sem látið hafa af störfum og loks þá, er síðar 'oma til að taka vígslu og starfa í kirkju vorri. Eg hlýt að hefja mál mitt með því að votta yðúr próföstum °g prestum landsins og öðrum þeim, er rétt áttu til atkvæðis við nskupskosningu þá, er fram fór á s.l. ári, og greiddu mér at- ''æði, þakklæti fyrir það mikla traust, er þér sýnduð mér með j)V( kjósa mig til hins æðsta og virðulegasta embættis í kirkju ■>nds vors. Ég veit, að þér skiljið það allir að þetta traust yðar, sein_ vísu hefir vakið hjá mér þakklæti og gleði, hefir einnig vakið aðrar tilfinningar — og þá fyrst og fremst ábyrgðartil- ) Felt úr efni, sem áður hefir verið skýrt frá í Kirkjuritinu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.